Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2017 20:00 Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“ Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“
Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11