Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:52 Umfangsmikil netárás var gerð í að minnsta kosti 99 löndum í gær. vísir/epa Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00