Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:52 Umfangsmikil netárás var gerð í að minnsta kosti 99 löndum í gær. vísir/epa Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni sem gerð var víðs vegar um heiminn í gær, samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þeir hins vegar sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótunum eru beðnir um að hafa samband við stofnunina. Árásin var gerð á tugþúsundir tölva í að minnsta kosti 99 löndum í gær en um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Hún er rakin til hóps sem kallar sig Shadow Brothers en í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásarinnar.Mikilvægt að taka afrit af gögnum Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Nýherja, segir það skipta höfuðmáli að vera með tölvugögn á fleiri en einum stað. „Það skiptir máli að vera með öll gögn afrituð og fleiri staðir en færri er betra. Jafnvel í þessum skýjaþjónustum hjá Microsoft, Google og Apple eða öðrum aðilum þar sem þú ert að tryggja þér aðgang að gögnunum þínum. Svo skiptir máli, því þessi árás virðist hafa verið gerð mikið á eldri stýrikerfi, að uppfæra stýrikerfin og hugbúnaðinn í tölvunum um leið og það koma nýir öryggispakkar,“ segir Snæbjörn. Árásir sem þessar verði sífellt algengari. „Þetta er talin mjög algeng leið hjá glæpasamtökum og jafnvel hryðjuverkahópum til að afla fjár með því að taka svona gögn í gíslingu. Af því að hver vill ekki borga til þess að fá myndasafnið sitt, sem dæmi? Eða rithöfundar að fá bókina sem þeir eru að skrifa.“Alltaf hægt að opna læstu gögnin Líklega sé þó engin leið til þess að komast hjá netglæpum. „Ef þú getur lokað einhverju og læst, þá er alltaf einhver annar sem getur opnað það. Þetta er ógnvekjandi staðreynd en svona er þetta.“ Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun hafa engar tilkynningar borist um að Íslendingar eða íslenskar stofnanir hafi orðið fyrir árás. Fólk er beðið um að tilkynna ef það verður fyrir árás til stofnunarinnar og leita strax til þjónustuaðila til að fá aðstoð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Breska heilbrigðisstofnunin varð fyrir árás tölvuhakkara Sinntu mörg sjúkrahúsin aðeins bráðatilvikum vegna þessa ástands sem skapaðist. 12. maí 2017 15:17
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00