Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 08:52 Jón Ólafsson er heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent