Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 08:52 Jón Ólafsson er heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03