Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 08:52 Jón Ólafsson er heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03