Ólýsanleg gleði og spennufall hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland Guðný Hrönn skrifar 28. ágúst 2017 17:00 Hin tvítuga Ólafía Ósk er Ungfrú Ísland 2017. MYND/UNGFRÚ ÍSLAND Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr. Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30