Sakaður um að stela hugmyndinni að vegglistaverki af Michelle Obama Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2017 13:07 Vegglistaverkið umdeilda í Chicago. mynd/chris devins Nýtt vegglistaverk í Chicago af fyrrverandi forsetafrúnni Michelle Obama hefur valdið nokkrum deilum síðan það listamaðurinn lauk við það síðastliðinn föstudag. Ástæðan er sú að listamaðurinn, Chris Devins, er sakaður um að hafa stolið hugmyndinni að verkinu frá Gelila Mesfin sem er nemandi í listum frá Rhode Island. Devins er hins vegar vel þekktur listamaður í Chicago og hefur gert fjölda vegglistaverka í borginni.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Mesfin hafi deilt sinni mynd, sínu verki, af Obama á Instagram-síðu sinni í nóvember. Vegglistaverk Devins er nánast alveg eins og mynd Mesfin en hún tjáði sig um málið á Instagram um helgina: „Hvernig geturðu bara stolið listaverki einhvers og vinnu einhvers og látið eins og það sé þitt?“ Í athugasemdum við færsluna hneykslast margir á Devins en í viðtali við CNN í gær kvaðst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann sagðist ekki hafa vitað af mynd Mesfin fyrr en að honum var bent Instagram-færslu hennar. „Ég skrifaði hana líka fyrir myndinni um leið. Það hefur mikið mætt á mér vegna þessa máls og það er í góðu lagi mín vegna að það haldi áfram svo lengi sem krakkarnir hafa vegglistaverk sem þeir geta litið upp til,“ sagði Devins. Hann bætti við að hann hefði fengið hugmyndina að listaverkinu þegar hann sá mynd af Obama á Pinterest þar sem hún var sýnd sem egypsk drottning. Devins sagði að hann hefði ekki hugmynd um hvaðan sú mynd hefði komið. Listaverkið er staðsett í hverfinu South Side í Chicago og er á vegg beint á móti grunnskóla sem Michelle Obama var í sem barn. Devins sagði að hann hefði viljað gera listaverk sem gæti verið innblástur fyrir ungar konur í hverfinu og í heiminum öllum. Síðan ásakanir um stuldinn komu upp hefur Devins gætt þess að láta Mesfin getið í öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum en hann fjármagnaði verkið í gegnum síðuna GoFundMe og safnaði alls 12 þúsund dölum. Hann sagðist ekki hafa talað sjálfur beint við Mesfin en að lögfræðingur væri nú að ræða við hana um greiðslu til hennar.Hér má sjá myndina eftir Mesfin. Alternative color scheme @michelleobama Original photo - Collier Schorr . . #nubian #blackart #digitaldrawing #phontart #supportblackart #art #illustration #drawing #draw #TagsForLikes #picture #artist #sketch #artsy #instaart #beautiful #instagood #gallery #masterpiece #creative #photooftheday #instaartist #graphic #graphics #artoftheday #phoneart #supportblackart #melanin #African #blackartist #dopeblackart A post shared by G (@thick_east_african_girl) on Nov 4, 2016 at 1:34pm PDT Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Nýtt vegglistaverk í Chicago af fyrrverandi forsetafrúnni Michelle Obama hefur valdið nokkrum deilum síðan það listamaðurinn lauk við það síðastliðinn föstudag. Ástæðan er sú að listamaðurinn, Chris Devins, er sakaður um að hafa stolið hugmyndinni að verkinu frá Gelila Mesfin sem er nemandi í listum frá Rhode Island. Devins er hins vegar vel þekktur listamaður í Chicago og hefur gert fjölda vegglistaverka í borginni.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Mesfin hafi deilt sinni mynd, sínu verki, af Obama á Instagram-síðu sinni í nóvember. Vegglistaverk Devins er nánast alveg eins og mynd Mesfin en hún tjáði sig um málið á Instagram um helgina: „Hvernig geturðu bara stolið listaverki einhvers og vinnu einhvers og látið eins og það sé þitt?“ Í athugasemdum við færsluna hneykslast margir á Devins en í viðtali við CNN í gær kvaðst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann sagðist ekki hafa vitað af mynd Mesfin fyrr en að honum var bent Instagram-færslu hennar. „Ég skrifaði hana líka fyrir myndinni um leið. Það hefur mikið mætt á mér vegna þessa máls og það er í góðu lagi mín vegna að það haldi áfram svo lengi sem krakkarnir hafa vegglistaverk sem þeir geta litið upp til,“ sagði Devins. Hann bætti við að hann hefði fengið hugmyndina að listaverkinu þegar hann sá mynd af Obama á Pinterest þar sem hún var sýnd sem egypsk drottning. Devins sagði að hann hefði ekki hugmynd um hvaðan sú mynd hefði komið. Listaverkið er staðsett í hverfinu South Side í Chicago og er á vegg beint á móti grunnskóla sem Michelle Obama var í sem barn. Devins sagði að hann hefði viljað gera listaverk sem gæti verið innblástur fyrir ungar konur í hverfinu og í heiminum öllum. Síðan ásakanir um stuldinn komu upp hefur Devins gætt þess að láta Mesfin getið í öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum en hann fjármagnaði verkið í gegnum síðuna GoFundMe og safnaði alls 12 þúsund dölum. Hann sagðist ekki hafa talað sjálfur beint við Mesfin en að lögfræðingur væri nú að ræða við hana um greiðslu til hennar.Hér má sjá myndina eftir Mesfin. Alternative color scheme @michelleobama Original photo - Collier Schorr . . #nubian #blackart #digitaldrawing #phontart #supportblackart #art #illustration #drawing #draw #TagsForLikes #picture #artist #sketch #artsy #instaart #beautiful #instagood #gallery #masterpiece #creative #photooftheday #instaartist #graphic #graphics #artoftheday #phoneart #supportblackart #melanin #African #blackartist #dopeblackart A post shared by G (@thick_east_african_girl) on Nov 4, 2016 at 1:34pm PDT
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira