Barcelona náði þriggja stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með risasigri á Osasuna, 7-1, í kvöld.
Barcelona vann dramatískan sigur á Real Madrid á sunnudaginn og fylgdi honum eftir með því að slátra botnliði Osasuna sem er svo gott sem fallið.
Lionel Messi kom Börsungum á bragðið með frábæru marki á 12. mínútu og eftir hálftíma skoraði Andre Gomes annað mark heimamanna.
Staðan var 2-0 í hálfleik en Roberto Torres minnkaði muninn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 48. mínútu.
Gomes kom Barcelona í 3-1 á 56. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Messi sitt annað mark og fjórða mark Barcelona. Hann fór svo af velli skömmu síðar.
Paco Alcácer skoraði fimmta markið á 64. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Javier Mascherano úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta mark Argentínumannsins fyrir Barcelona
Paco átti svo lokaorðið þegar hann skoraði sitt annað mark á 86. mínútu. Lokatölur 7-1, Barcelona í vil.
Real Madrid getur jafnað Barcelona að stigum með sigri á Deportivo La Coruna síðar í kvöld.
Börsungar slátruðu botnliðinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Ronaldo segir þessum kafla lokið
Fótbolti




Niðurbrotinn Klopp í sjokki
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn