Einstök staða í frönskum stjórnmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Emmanuel Macron er kvæntur Brigitte Marie-Claude Macron. Hún er tæpum 25 árum eldri en hann og kenndi honum í menntaskóla. Vísir/EPA Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. Þetta þykir benda til þess að fjárfestar veðji á sigur Emmanuels Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna þann 7. maí næstkomandi. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna á sunnudaginn og keppir því við Marine Le Pen sem fékk 21,4 prósent. Helstu keppinautar þeirra Macrons og Le Pen hafa lýst stuðningi við Macron og beðið kjósendur um að taka afstöðu gegn öfgahyggju. Það hefur fráfarandi forseti, Francois Hollande, líka gert. Mörður Árnason, fyrrverandi alþingismaður, var stúdent í París á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og hefur fylgst vel með frönskum stjórnmálum. Hann telur víst að Macron sigri í annarri umferð nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég geri ráð fyrir að kosningaþátttaka verði töluvert minni í þessari umferð en fyrri umferðinni. Vegna þess að bæði til vinstri og hægri er sá mórall að hann vinni þetta hvort eð er og menn vilja ekkert sérstaklega styðja hann,“ segir Mörður. Hann segir mestu spennuna framundan vera þingkosningarnar í júní. „Macron hefur engan flokk heldur er nýbúinn að stofna samtök að baki sér. Þau eru ekki reyndur flokkur með skipulag um allt land. Það verður því erfitt fyrir hann að fóta sig í þingkosningum,“ segir Mörður en bætir við að Macron hafi þó boðað framboð á landsvísu í þingkosningunum. „Hann nær nánast örugglega ekki meirihluta með því framboði og því lítur út fyrir að meirihluti þingsins verði gegn honum eða þá að það verði enginn skýr meirihluti í þinginu. Hann þarf því að reiða sig á eitthvert bandalag í þinginu og það hefur ekki gerst í franskri pólitík síðan 1958,“ segir Mörður. Frakkar muni því ganga í gegnum stjórnskipulega tilraun sem ekki hafi verið gengið í gegnum áður. Mörður segir að slæmt efnahagsástand í Frakklandi skýri skelfilega útreið rótgrónu stjórnmálaaflanna, en í sumum aldurshópum nær atvinnuleysi allt upp í 25 prósent. „Þetta er kreppan bara, Frakkland hefur verið seint upp úr kreppunni og svo eru vonbrigði með Hollande og stjórn hans. Því að hún lofaði mörgu, hefur staðið við sumt af því, en þau loforð byggðust á því að það ykist hagvöxtur,“ segir Mörður. Efnahagslífið hafi ekki batnað að verulegu leyti og atvinnuástandið lítt skánað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Vill vændi og klám af hótelum borgarinnar Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí. 25. apríl 2017 07:00