Erlent

Miklir eldar valda eyðileggingu í Kaliforníu og Kanada

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Torfæruhjól verður eldum að bráð í suðurhluta Kaliforníufylkis.
Torfæruhjól verður eldum að bráð í suðurhluta Kaliforníufylkis. Vísir/afp
Miklir skógareldar geisa nú á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín en fjölmörg íbúðarhús hafa orðið eldunum að bráð. AP-fréttaveitan greinir frá.

Skógareldarnir geisa meðal annars í bæði suður- og norðurhluta Kaliforníu-fylkis í Bandaríkjunum. Hitamet hafa verið slegin í Kaliforníu undanfarnar vikur en gríðarlegur lofthitinn, auk mikilla þurrka síðustu ár, ýtir undir eldana sem kviknuðu fyrst í gær.

Um 90 börn og 50 leiðbeinendur sátu föst í sumarbúðum í suðurhluta Kaliforníu gær vegna eldanna sem gríðarlega erfitt hefur verið að ná stjórn á. Öllum á svæðinu var að lokum bjargað.

Í norðurhluta fylkisins þurftu íbúar 250 heimila að flýja vegna elda sem loguðu í Butte-héraði nálægt borginni Sacramento.

Þá geisa einnig skógareldar í vesturhluta Kanada en yfir þúsund manns berjast nú við logandi elda í Bresku-Kólumbíu. Þúsundir á svæðinu hafa neyðst til að flýja heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×