Prófessor vill koma á eftir Birni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Björn Valur sat á þingi þarsíðasta kjörtímabil og varð varaformaður árið 2013. vísir/stefán Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira