Prófessor vill koma á eftir Birni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Björn Valur sat á þingi þarsíðasta kjörtímabil og varð varaformaður árið 2013. vísir/stefán Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira