Prófessor vill koma á eftir Birni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Björn Valur sat á þingi þarsíðasta kjörtímabil og varð varaformaður árið 2013. vísir/stefán Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira