Prófessor vill koma á eftir Birni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Björn Valur sat á þingi þarsíðasta kjörtímabil og varð varaformaður árið 2013. vísir/stefán Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á landsþingi flokksins sem fram fer eftir rúman mánuð. Það kom mörgum innan flokksins lítið á óvart að varaformaðurinn ætli að stíga til hliðar. Flokksráðsfundur VG fór fram í Logalandi í Borgarbyggð um helgina. Fyrir fundinn tilkynnti Björn Valur Gíslason, sitjandi varaformaður, að hann hygðist draga sig í hlé eftir áratuga veru á hinu pólitíska sviði. Vildi hann tilkynna það með góðum fyrirvara til að fólki gæfist tími til að undirbúa framboð til varaformanns. Björn Valur hefur verið varaformaður frá febrúar 2013. Skömmu áður hafði hann farið sneypuför suður yfir heiðar í formi prófkjörsslags í Reykjavík. Í kosningunum síðasta haust skipaði hann 3. sætið í Norðausturkjördæmi en náði ekki inn.Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.Fráfarandi varaformaður hefur í gegnum tíðina verið umdeildur. Fréttablaðið hefur rætt við fólk innan VG og eru flestir sammála um að það hafi ekki komið þeim á óvart að Björn viki sæti. Varaformaðurinn hafi í gegnum tíðina verið dugmikill og skeleggur en dregið hafi af honum að undanförnu. Hann hafi verið talsvert fjarverandi og því hafi starf varaformannsins lent mikið á formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, og ritaranum, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur. Þá herma heimildir blaðsins að Reykjavíkurarmur flokksins hafi fengið nóg af Birni fyrir þó nokkru og það hafi verið gagnkvæmt. Fyrr á árinu hótaði Björn Valur meðal annars að kæra gjaldkera flokksins, Unu Hildardóttur, fyrir hatursorðræðu á Twitter. Þá þótti sumum stefna hans í ýmsum málum vera á skjön við stefnu flokksins og skjóta skökku við að varaformaður umhverfisverndarflokks hafi starfað við að þjónusta olíuborpalla. Landsþing VG fer fram 6.-8. október næstkomandi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í sömu andrá og rætt er um varaformannsembættið. Líkt og áður segir býður Edward sig fram en hann tilkynnti það um helgina.Óli Halldórsson„Ég lýsi formlega yfir framboði á landsþinginu nema himinn og jörð farist,“ segir Edward. „Ég hef fundið meðbyr og fólk hefur sýnt því áhuga að ég taki þetta að mér. Hefðin er sú að varaformaður taki að sér innra starfið og ég tel mig geta eflt það með það að markmiði að flokkurinn bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum næsta vor.“ Nöfn þingmannanna Ara Trausta Guðmundssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé hafa einnig verið nefnd sem og nafn Óla Halldórssonar, sveitarstjórnarmanns í Norðurþingi. „Það hefur verið komið að máli við mig og ég fengið áskoranir um að fara fram,“ segir Óli. Líkt og Edward kemur hann úr Norðausturkjördæmi. „Tilkynning Björns kom nokkuð á óvart og sem stendur er ég að skoða málin.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Kolbeini sagði hann að hann hefði ekki velt þessu fyrir sér. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Ekki náðist í Ara Trausta eða Bjarkeyju við vinnslu fréttarinnar. Sömu sögu er að segja af Birni Val þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira