Erlent

Vara við skorti í Jemen

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Borgarastyrjöld hefur leikið Jemena grátt.
Borgarastyrjöld hefur leikið Jemena grátt. VÍSIR/AFP
Alþjóðanefnd Rauða krossins segir að borgarastyrjöldin í Jemen hafi gert góðgerðarsamtökum nærri ómögulegt að flytja nauðsynjar til þeirra sem þurfa.

Bendir nefndin, sem og fleiri samtök, á höfnina í borginni Hudaydah við Rauðahaf. Hún hafi verið óaðgengileg og óörugg.

Þá hafi stjórnarher Jemena varpað sprengjum á höfnina í stríði sínu við Húta.

Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að vinna endurbætur á höfninni en án árangurs.

Robert Mardini, fulltrúi nefndarinnar í Mið-Austurlöndum, varaði við því að Jemenar reiði sig á höfnina til þess að flytja inn 90 prósent matvæla í landinu. Nú þurfi Jemenar hins vegar að ganga á uppsafnaðar birgðir og senn komi að því að þær verði uppurnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×