Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 12:00 Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama. Vísir/Getty Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún var áður við nám í Bandaríkjunum og var meðal annars viðstödd fyrri innsetningu Barack Obama í embætti forseta. Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og að fylgja hljómsveitinni síðan á tónleikaferðalag um Bretland. Júlía var námsmaður í New York frá árinu 2006 og flutti síðan heim í febrúar árið 2011. Eftir það hefur hún oft farið til Bandaríkjanna. „Ég ætlaði að fara tveim dögum fyrr til að heimsækja vini mína í New York eins og ég hef eiginlega gert á hverju ári frá því ég flutti heim. Ég á mjög góða vini þarna sem ég reyni að eyða eins miklum tíma með og ég get,“ segir Júlía. Hún hafi síðast farið til Bandaríkjanna í apríl fyrra og þá sótt um ESTA heimild sem gilda eigi í tvö ár. Af rælni hafi hún í gær farið á heimasíðu ESTA til að tékka á ferðaheimildinni en fyrirhugað var að hún færi vestur um haf á morgun. Þá hafi hún uppgötvað sér til undrunar að heimildin hafi verið numin úr gildi án skýringa. „Þetta virðist hafa verið uppfært fyrir fimm dögum. Ég er ekki látin vita af þessu og það er ekki gefin nein ástæða. Svo hafði ég samband við sendiráðið og þar kom skýrt fram að þau gætu ekki svarað neinum spurningum um þetta. Ég yrði að hringja til ESTA skrifstofunnar hjá Landamæragæslu Bandaríkjanna. Sem ég og gerði og náði loksins sambandi við einhvern þar eftir þrjá klukktíma,“ segir Júlía. Þar hafi engar skýringingar fengist og aftur bent á sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Þar hafi eins og áður engar skýringar fengist. En Júlíu var boðið að sækja um annars konar ferðaheimild. Til að fá hana þurfti hún að fylla út eyðublöð og gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi. Júlía segist ekki hafa lenti í neinum vandræðum í Bandaríkjunum, hvorki meðan hún var þar við nám eða í tíðum ferðum sínum þangað.Í gestastúku við embættistöku Obama„Ég var viðstödd innsetningu Obama þegar hann varð forseti í Bandaríkjunum. Einhverjir voru að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið út af því. En ég veit ekki alveg hvernig þau ættu að hafa getað fylgst með því,“ segir Júlía og hlær. Þetta var árið 2008 en Júlía var ásamt öðrum í gestastúku við þinghúsið þegar Obama sór embættiseið sinn. Það var vegna tegsla vinar hennar við dóttur John Boehner þingmanns Republikana og síðar leiðtoga þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann sótti athöfnina ekki sjálfur en lét dóttur sína fá boðsmiðana. Það skyldi þá ekki vera að þetta sé túlkað sem stuðningur þinn við Obama og andstaða við núverandi Bandaríkjaforseta? „Ég veit ekki. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki sagt opinberlega frá. Þannig að það væri ótrúlegt ef það væri ástæðan. Ég er að vona að þetta sé frekar að ég hafi óheppilegt nafn eða óheppilegt vegabréfsnúmer. Það sé bara eitthvað rugl í kerfinu sem setur allt á stopp,“ segir Júlía. Fréttastofan fékk þær upplýsingar frá upplýsingafulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun að sendiráðið væri tilbúið að taka Júlíu fram fyrir í röð um afgreiðslu vegabréfsheimilda, þannig að ekki er útilokað að hún komist þrátt fyrir allt með hljómsveitarfélögum sínum til Bandaríkjanna á morgun. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún var áður við nám í Bandaríkjunum og var meðal annars viðstödd fyrri innsetningu Barack Obama í embætti forseta. Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og að fylgja hljómsveitinni síðan á tónleikaferðalag um Bretland. Júlía var námsmaður í New York frá árinu 2006 og flutti síðan heim í febrúar árið 2011. Eftir það hefur hún oft farið til Bandaríkjanna. „Ég ætlaði að fara tveim dögum fyrr til að heimsækja vini mína í New York eins og ég hef eiginlega gert á hverju ári frá því ég flutti heim. Ég á mjög góða vini þarna sem ég reyni að eyða eins miklum tíma með og ég get,“ segir Júlía. Hún hafi síðast farið til Bandaríkjanna í apríl fyrra og þá sótt um ESTA heimild sem gilda eigi í tvö ár. Af rælni hafi hún í gær farið á heimasíðu ESTA til að tékka á ferðaheimildinni en fyrirhugað var að hún færi vestur um haf á morgun. Þá hafi hún uppgötvað sér til undrunar að heimildin hafi verið numin úr gildi án skýringa. „Þetta virðist hafa verið uppfært fyrir fimm dögum. Ég er ekki látin vita af þessu og það er ekki gefin nein ástæða. Svo hafði ég samband við sendiráðið og þar kom skýrt fram að þau gætu ekki svarað neinum spurningum um þetta. Ég yrði að hringja til ESTA skrifstofunnar hjá Landamæragæslu Bandaríkjanna. Sem ég og gerði og náði loksins sambandi við einhvern þar eftir þrjá klukktíma,“ segir Júlía. Þar hafi engar skýringingar fengist og aftur bent á sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Þar hafi eins og áður engar skýringar fengist. En Júlíu var boðið að sækja um annars konar ferðaheimild. Til að fá hana þurfti hún að fylla út eyðublöð og gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi. Júlía segist ekki hafa lenti í neinum vandræðum í Bandaríkjunum, hvorki meðan hún var þar við nám eða í tíðum ferðum sínum þangað.Í gestastúku við embættistöku Obama„Ég var viðstödd innsetningu Obama þegar hann varð forseti í Bandaríkjunum. Einhverjir voru að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið út af því. En ég veit ekki alveg hvernig þau ættu að hafa getað fylgst með því,“ segir Júlía og hlær. Þetta var árið 2008 en Júlía var ásamt öðrum í gestastúku við þinghúsið þegar Obama sór embættiseið sinn. Það var vegna tegsla vinar hennar við dóttur John Boehner þingmanns Republikana og síðar leiðtoga þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann sótti athöfnina ekki sjálfur en lét dóttur sína fá boðsmiðana. Það skyldi þá ekki vera að þetta sé túlkað sem stuðningur þinn við Obama og andstaða við núverandi Bandaríkjaforseta? „Ég veit ekki. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki sagt opinberlega frá. Þannig að það væri ótrúlegt ef það væri ástæðan. Ég er að vona að þetta sé frekar að ég hafi óheppilegt nafn eða óheppilegt vegabréfsnúmer. Það sé bara eitthvað rugl í kerfinu sem setur allt á stopp,“ segir Júlía. Fréttastofan fékk þær upplýsingar frá upplýsingafulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun að sendiráðið væri tilbúið að taka Júlíu fram fyrir í röð um afgreiðslu vegabréfsheimilda, þannig að ekki er útilokað að hún komist þrátt fyrir allt með hljómsveitarfélögum sínum til Bandaríkjanna á morgun.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent