Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 15:02 Í vor kom í ljós skemmd á gír Herjólfs. vísir/stefán Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. Stefnt er að því að viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar en á föstudag var staðfest að endursmíða þurfi varahluti í Herjólf frá grunni.„Hver ber ábyrgðina?“ Við slipptöku Herjólfs í vor kom í ljós skemmd á gír skipsins vegna galla. Upphaflega var stefnt að því að ljúka viðgerð fyrir 1. október, en afleysingaskipið Röst hafði ekki heimild til að sigla á svokölluðu B-hafsvæði. Þegar ljóst var að dráttur yrði á afhendingu varahluta var Herjólfi því aftur komið í áætlun 28. september til Þorlákshafnar. Nú hefur Vegagerðin hins vegar fengið vilyrði fyrir ferju til að leysa Herjólf af, Bodö frá Noregi. Bodö er með heimild til að sigla á hafsvæði B en ljóst er að ferjan mun aðeins sigla til Þorlákshafnar. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, gagnrýndi upplýsingaflæði í kringum viðgerðina á Herjólfi um miðjan september síðastliðinn. Þar sagði hann engu líkara en að Vestmannaeyjabæ, fulltrúa heimamanna, komi mál Herjólfs ekki við. „Hver ber ábyrgðina?“ spurði Elliði og sagði þá Vestmannaeyjabæ þurfa að taka yfir rekstur Herjólfs.Geta illla tekið ábyrgð á verksmiðjugalla og töfum Í fréttatilkynningu frá Eimskip, sem send var til fjölmiðla á þriðja tímanum í dag, sagði að endanlega hefði verið staðfest á föstudag að þeir varahlutir sem smíðaðir voru eftir gæðastöðlum MAN, þýska fyrirtækisins sem framleiðir vélbúnaðinn, hafi ekki staðist kröfur flokkunarfélags Herjólfs og því þurfi að endursmíða varahlutina aftur frá grunni. Í tilkynningunni segir enn fremur að Eimskip geti því illa tekið ábyrgð á verksmiðjugalla, töfum eða mistökum við smíði á varahlutum. „Það var því dapurlegt að sjá fréttaflutning af stöðu mála í gær þar sem skuldinni er alfarið skellt á Eimskip þrátt fyrir að aðilum sé fullljóst hvernig í pottinn er búið. Eimskip sem núverandi rekstaraðili skipsins getur illa tekið ábyrgð á verksmiðjugalla og töfum eða mistökum við smíði á varahlutum þegar umsjónaraðili verksins er framleiðandi vélarinnar og þar með þeir aðilar sem best þekkja til málsins,“ segir í tilkynningu.Ferjan Röst leysti Herjólf af í september.VegagerðinÁ föstudag greindi Vegagerðin frá því að rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, gæti ekki staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi á þeim tíma sem ráðgert var, þ.e. í nóvember næstkomandi. „Frekari skýringa vegna þessara tafa er vísað til rekstraraðila Herjólfs, Eimskips sem er með Herjólf á þurrleigu og ber samkvæmt samningi ábyrgð á viðgerðum ferjunnar,” sagði í frétt á vef Vegagerðarinnar.Stefnt að því að viðgerð fari fram í janúarÍ fréttatilkynningu frá Eimskip segir einnig að fyrirtækið hafi unnið að lausn þessa máls af heilum hug frá fyrstu stundu. Þá hafi í öllum tilfellum verið leitað til þeirra sem eiga að vera færustu sérfræðingar og að Eimskip hafi ekki tafið verkið á neinn hátt. Nú sé stefnt að því að viðgerð fari fram í janúar. „Eimskip hefur ekki á neinn hátt tafið verkið nema síður sé og tekist á við hverjar þær óvæntu aðstæður sem upp hafa komið á hverjum tíma. Seinagangur við smíði varahlutanna hefur ítrekað komið í veg fyrir að viðgerð hefjist. Nú er stefnt að því að viðgerð fari fram í janúar. Eimskip vonar að ekki verði frekari tafir á verkinu og vill benda á að það hjálpar ekki neinum að vera með óréttlátar ásakanir í þessu máli. Félagið skilur áhyggjur Eyjamanna og gesta þeirra enda mikilvægt að samgöngumálum þeirra verði komið í ásættanlegt horf án tafar.“ Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. Stefnt er að því að viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar en á föstudag var staðfest að endursmíða þurfi varahluti í Herjólf frá grunni.„Hver ber ábyrgðina?“ Við slipptöku Herjólfs í vor kom í ljós skemmd á gír skipsins vegna galla. Upphaflega var stefnt að því að ljúka viðgerð fyrir 1. október, en afleysingaskipið Röst hafði ekki heimild til að sigla á svokölluðu B-hafsvæði. Þegar ljóst var að dráttur yrði á afhendingu varahluta var Herjólfi því aftur komið í áætlun 28. september til Þorlákshafnar. Nú hefur Vegagerðin hins vegar fengið vilyrði fyrir ferju til að leysa Herjólf af, Bodö frá Noregi. Bodö er með heimild til að sigla á hafsvæði B en ljóst er að ferjan mun aðeins sigla til Þorlákshafnar. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, gagnrýndi upplýsingaflæði í kringum viðgerðina á Herjólfi um miðjan september síðastliðinn. Þar sagði hann engu líkara en að Vestmannaeyjabæ, fulltrúa heimamanna, komi mál Herjólfs ekki við. „Hver ber ábyrgðina?“ spurði Elliði og sagði þá Vestmannaeyjabæ þurfa að taka yfir rekstur Herjólfs.Geta illla tekið ábyrgð á verksmiðjugalla og töfum Í fréttatilkynningu frá Eimskip, sem send var til fjölmiðla á þriðja tímanum í dag, sagði að endanlega hefði verið staðfest á föstudag að þeir varahlutir sem smíðaðir voru eftir gæðastöðlum MAN, þýska fyrirtækisins sem framleiðir vélbúnaðinn, hafi ekki staðist kröfur flokkunarfélags Herjólfs og því þurfi að endursmíða varahlutina aftur frá grunni. Í tilkynningunni segir enn fremur að Eimskip geti því illa tekið ábyrgð á verksmiðjugalla, töfum eða mistökum við smíði á varahlutum. „Það var því dapurlegt að sjá fréttaflutning af stöðu mála í gær þar sem skuldinni er alfarið skellt á Eimskip þrátt fyrir að aðilum sé fullljóst hvernig í pottinn er búið. Eimskip sem núverandi rekstaraðili skipsins getur illa tekið ábyrgð á verksmiðjugalla og töfum eða mistökum við smíði á varahlutum þegar umsjónaraðili verksins er framleiðandi vélarinnar og þar með þeir aðilar sem best þekkja til málsins,“ segir í tilkynningu.Ferjan Röst leysti Herjólf af í september.VegagerðinÁ föstudag greindi Vegagerðin frá því að rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, gæti ekki staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi á þeim tíma sem ráðgert var, þ.e. í nóvember næstkomandi. „Frekari skýringa vegna þessara tafa er vísað til rekstraraðila Herjólfs, Eimskips sem er með Herjólf á þurrleigu og ber samkvæmt samningi ábyrgð á viðgerðum ferjunnar,” sagði í frétt á vef Vegagerðarinnar.Stefnt að því að viðgerð fari fram í janúarÍ fréttatilkynningu frá Eimskip segir einnig að fyrirtækið hafi unnið að lausn þessa máls af heilum hug frá fyrstu stundu. Þá hafi í öllum tilfellum verið leitað til þeirra sem eiga að vera færustu sérfræðingar og að Eimskip hafi ekki tafið verkið á neinn hátt. Nú sé stefnt að því að viðgerð fari fram í janúar. „Eimskip hefur ekki á neinn hátt tafið verkið nema síður sé og tekist á við hverjar þær óvæntu aðstæður sem upp hafa komið á hverjum tíma. Seinagangur við smíði varahlutanna hefur ítrekað komið í veg fyrir að viðgerð hefjist. Nú er stefnt að því að viðgerð fari fram í janúar. Eimskip vonar að ekki verði frekari tafir á verkinu og vill benda á að það hjálpar ekki neinum að vera með óréttlátar ásakanir í þessu máli. Félagið skilur áhyggjur Eyjamanna og gesta þeirra enda mikilvægt að samgöngumálum þeirra verði komið í ásættanlegt horf án tafar.“
Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30