Beitt ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2017 20:30 Íslensk kona, sem beitt var ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni, skammaðist sín fyrir að leita sér aðstoðar. Hún hvetur þó foreldra í sinni stöðu að gera það. Doktor í sálfræði segir nokkuð algengt að börn á Íslandi eigi við hegðunarvanda að stríða og missi stjórn á skapi sínu. Nýlega opnaði Hafdís María Árnadóttir sig í bloggfærslu um erfitt samband við þriggja ára dóttir sína. Mikill hegðunarvandi hennar byrjaði fyrir um ári síðan og versnaði með tímanum. Hún var farin að taka tvö, og stundum þrjú, reiðiköst á dag sem stóðu oft í tvær klukkustundir. „Hún var komin kannski svona sentimeter frá andlitinu mínu öskrandi. Ef það gekk ekki upp hjá henni og hún fékk ekki það sem hún vildi þá var hún farin að hlaupa í áttina að mér með alla útlimi fljúgandi og það endaði oftar en ekki með því að hún var farin að kýla mig,“ segir Hafdís.Skallaði móður sína Reiðikastið gékk svo langt í eitt skiptið að hún skallaði móður sína svo fast að það blæddi úr nefi hennar. Reiðiköstin enduðu oft með því að dóttir Hafdísar varð örmagna eftir lætin og sofnaði. „Þegar hún loksins sofnaði þá sat ég yfirleitt inni í eldhúsi alveg búin á því. Það er ekki auðvelt að horfa á barnið sitt upplifa allar þessar tilfinningar og vita ekkert hvað maður á að gera,“ segir Hafdís. Hún ákvað að leita sér aðstoðar og fór í PMTO foreldrafærnismeðferð en markmið úrræðisins er að aðstoða foreldra sem eiga börn með hegðunarvanda og kenna þeim uppeldisaðferðir sem leiða til bættrar hegðunar. Í dag er samband mæðgnanna allt annað og hvetur Hafdís foreldra í svipaðri stöðu að leita sér hjálpar. „Ég dauðskammaðist mín fyrir það hvernig hlutirnir voru orðnir. Þetta lagast ekki nema við berum okkur eftir hjálp. Fyrir utan okkur sjálf þá eiga börnin okkar það alveg pottþétt skilið,“ segir Hafdís.Ekki einsdæmi Margrét Sigmarsdóttir, doktor í sálfræði og forstöðumaður PMTO á Íslandi, segir mál mæðgnanna ekki vera einsdæmi. „Það eru margir foreldrar sem kljást einmitt við þetta. Einmitt hegðun af þessum toga,“ segir Margrét og bætir við að það geti verið margar ástæður fyrir því að börn missi stjórn á skapi sínu. „Svo geta verið allskonar þættir, líffræðilegir þættir og svo geta verið allskonar þættir í umhverfi okkar sem kalla þessa hegðun fram,“ segir Margrét. Margrét segir mikilvægt að foreldar leiti sér aðstoðar ef mikill hegðunarvandi er til staðar. Foreldrar þurfi ekki að skammast sín. „Ég dáist að því þegar foreldar leita sjálfir eftir aðstoð og það er akkúrat það sem við viljum að verði bara eðlilegt,“ segir Margrét. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Íslensk kona, sem beitt var ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni, skammaðist sín fyrir að leita sér aðstoðar. Hún hvetur þó foreldra í sinni stöðu að gera það. Doktor í sálfræði segir nokkuð algengt að börn á Íslandi eigi við hegðunarvanda að stríða og missi stjórn á skapi sínu. Nýlega opnaði Hafdís María Árnadóttir sig í bloggfærslu um erfitt samband við þriggja ára dóttir sína. Mikill hegðunarvandi hennar byrjaði fyrir um ári síðan og versnaði með tímanum. Hún var farin að taka tvö, og stundum þrjú, reiðiköst á dag sem stóðu oft í tvær klukkustundir. „Hún var komin kannski svona sentimeter frá andlitinu mínu öskrandi. Ef það gekk ekki upp hjá henni og hún fékk ekki það sem hún vildi þá var hún farin að hlaupa í áttina að mér með alla útlimi fljúgandi og það endaði oftar en ekki með því að hún var farin að kýla mig,“ segir Hafdís.Skallaði móður sína Reiðikastið gékk svo langt í eitt skiptið að hún skallaði móður sína svo fast að það blæddi úr nefi hennar. Reiðiköstin enduðu oft með því að dóttir Hafdísar varð örmagna eftir lætin og sofnaði. „Þegar hún loksins sofnaði þá sat ég yfirleitt inni í eldhúsi alveg búin á því. Það er ekki auðvelt að horfa á barnið sitt upplifa allar þessar tilfinningar og vita ekkert hvað maður á að gera,“ segir Hafdís. Hún ákvað að leita sér aðstoðar og fór í PMTO foreldrafærnismeðferð en markmið úrræðisins er að aðstoða foreldra sem eiga börn með hegðunarvanda og kenna þeim uppeldisaðferðir sem leiða til bættrar hegðunar. Í dag er samband mæðgnanna allt annað og hvetur Hafdís foreldra í svipaðri stöðu að leita sér hjálpar. „Ég dauðskammaðist mín fyrir það hvernig hlutirnir voru orðnir. Þetta lagast ekki nema við berum okkur eftir hjálp. Fyrir utan okkur sjálf þá eiga börnin okkar það alveg pottþétt skilið,“ segir Hafdís.Ekki einsdæmi Margrét Sigmarsdóttir, doktor í sálfræði og forstöðumaður PMTO á Íslandi, segir mál mæðgnanna ekki vera einsdæmi. „Það eru margir foreldrar sem kljást einmitt við þetta. Einmitt hegðun af þessum toga,“ segir Margrét og bætir við að það geti verið margar ástæður fyrir því að börn missi stjórn á skapi sínu. „Svo geta verið allskonar þættir, líffræðilegir þættir og svo geta verið allskonar þættir í umhverfi okkar sem kalla þessa hegðun fram,“ segir Margrét. Margrét segir mikilvægt að foreldar leiti sér aðstoðar ef mikill hegðunarvandi er til staðar. Foreldrar þurfi ekki að skammast sín. „Ég dáist að því þegar foreldar leita sjálfir eftir aðstoð og það er akkúrat það sem við viljum að verði bara eðlilegt,“ segir Margrét.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira