Beitt ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2017 20:30 Íslensk kona, sem beitt var ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni, skammaðist sín fyrir að leita sér aðstoðar. Hún hvetur þó foreldra í sinni stöðu að gera það. Doktor í sálfræði segir nokkuð algengt að börn á Íslandi eigi við hegðunarvanda að stríða og missi stjórn á skapi sínu. Nýlega opnaði Hafdís María Árnadóttir sig í bloggfærslu um erfitt samband við þriggja ára dóttir sína. Mikill hegðunarvandi hennar byrjaði fyrir um ári síðan og versnaði með tímanum. Hún var farin að taka tvö, og stundum þrjú, reiðiköst á dag sem stóðu oft í tvær klukkustundir. „Hún var komin kannski svona sentimeter frá andlitinu mínu öskrandi. Ef það gekk ekki upp hjá henni og hún fékk ekki það sem hún vildi þá var hún farin að hlaupa í áttina að mér með alla útlimi fljúgandi og það endaði oftar en ekki með því að hún var farin að kýla mig,“ segir Hafdís.Skallaði móður sína Reiðikastið gékk svo langt í eitt skiptið að hún skallaði móður sína svo fast að það blæddi úr nefi hennar. Reiðiköstin enduðu oft með því að dóttir Hafdísar varð örmagna eftir lætin og sofnaði. „Þegar hún loksins sofnaði þá sat ég yfirleitt inni í eldhúsi alveg búin á því. Það er ekki auðvelt að horfa á barnið sitt upplifa allar þessar tilfinningar og vita ekkert hvað maður á að gera,“ segir Hafdís. Hún ákvað að leita sér aðstoðar og fór í PMTO foreldrafærnismeðferð en markmið úrræðisins er að aðstoða foreldra sem eiga börn með hegðunarvanda og kenna þeim uppeldisaðferðir sem leiða til bættrar hegðunar. Í dag er samband mæðgnanna allt annað og hvetur Hafdís foreldra í svipaðri stöðu að leita sér hjálpar. „Ég dauðskammaðist mín fyrir það hvernig hlutirnir voru orðnir. Þetta lagast ekki nema við berum okkur eftir hjálp. Fyrir utan okkur sjálf þá eiga börnin okkar það alveg pottþétt skilið,“ segir Hafdís.Ekki einsdæmi Margrét Sigmarsdóttir, doktor í sálfræði og forstöðumaður PMTO á Íslandi, segir mál mæðgnanna ekki vera einsdæmi. „Það eru margir foreldrar sem kljást einmitt við þetta. Einmitt hegðun af þessum toga,“ segir Margrét og bætir við að það geti verið margar ástæður fyrir því að börn missi stjórn á skapi sínu. „Svo geta verið allskonar þættir, líffræðilegir þættir og svo geta verið allskonar þættir í umhverfi okkar sem kalla þessa hegðun fram,“ segir Margrét. Margrét segir mikilvægt að foreldar leiti sér aðstoðar ef mikill hegðunarvandi er til staðar. Foreldrar þurfi ekki að skammast sín. „Ég dáist að því þegar foreldar leita sjálfir eftir aðstoð og það er akkúrat það sem við viljum að verði bara eðlilegt,“ segir Margrét. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Íslensk kona, sem beitt var ofbeldi af þriggja ára dóttur sinni, skammaðist sín fyrir að leita sér aðstoðar. Hún hvetur þó foreldra í sinni stöðu að gera það. Doktor í sálfræði segir nokkuð algengt að börn á Íslandi eigi við hegðunarvanda að stríða og missi stjórn á skapi sínu. Nýlega opnaði Hafdís María Árnadóttir sig í bloggfærslu um erfitt samband við þriggja ára dóttir sína. Mikill hegðunarvandi hennar byrjaði fyrir um ári síðan og versnaði með tímanum. Hún var farin að taka tvö, og stundum þrjú, reiðiköst á dag sem stóðu oft í tvær klukkustundir. „Hún var komin kannski svona sentimeter frá andlitinu mínu öskrandi. Ef það gekk ekki upp hjá henni og hún fékk ekki það sem hún vildi þá var hún farin að hlaupa í áttina að mér með alla útlimi fljúgandi og það endaði oftar en ekki með því að hún var farin að kýla mig,“ segir Hafdís.Skallaði móður sína Reiðikastið gékk svo langt í eitt skiptið að hún skallaði móður sína svo fast að það blæddi úr nefi hennar. Reiðiköstin enduðu oft með því að dóttir Hafdísar varð örmagna eftir lætin og sofnaði. „Þegar hún loksins sofnaði þá sat ég yfirleitt inni í eldhúsi alveg búin á því. Það er ekki auðvelt að horfa á barnið sitt upplifa allar þessar tilfinningar og vita ekkert hvað maður á að gera,“ segir Hafdís. Hún ákvað að leita sér aðstoðar og fór í PMTO foreldrafærnismeðferð en markmið úrræðisins er að aðstoða foreldra sem eiga börn með hegðunarvanda og kenna þeim uppeldisaðferðir sem leiða til bættrar hegðunar. Í dag er samband mæðgnanna allt annað og hvetur Hafdís foreldra í svipaðri stöðu að leita sér hjálpar. „Ég dauðskammaðist mín fyrir það hvernig hlutirnir voru orðnir. Þetta lagast ekki nema við berum okkur eftir hjálp. Fyrir utan okkur sjálf þá eiga börnin okkar það alveg pottþétt skilið,“ segir Hafdís.Ekki einsdæmi Margrét Sigmarsdóttir, doktor í sálfræði og forstöðumaður PMTO á Íslandi, segir mál mæðgnanna ekki vera einsdæmi. „Það eru margir foreldrar sem kljást einmitt við þetta. Einmitt hegðun af þessum toga,“ segir Margrét og bætir við að það geti verið margar ástæður fyrir því að börn missi stjórn á skapi sínu. „Svo geta verið allskonar þættir, líffræðilegir þættir og svo geta verið allskonar þættir í umhverfi okkar sem kalla þessa hegðun fram,“ segir Margrét. Margrét segir mikilvægt að foreldar leiti sér aðstoðar ef mikill hegðunarvandi er til staðar. Foreldrar þurfi ekki að skammast sín. „Ég dáist að því þegar foreldar leita sjálfir eftir aðstoð og það er akkúrat það sem við viljum að verði bara eðlilegt,“ segir Margrét.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira