Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum Aron Ingi Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2017 12:00 Mynd úr safni. vísir/vilhelm Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14
Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24
Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03