Bjarni segir grein Benedikts ekki fela í sér ögrun Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. júlí 2017 17:00 Bjarni segir grein Benedikts ekki koma sér á óvart. Hinsvegar fylgi flokkarnir stjórnarsáttmálanum sem felur í sér áframhaldandi krónu. Mynd/samsett „Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart þetta sjónarmið,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um grein sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra birti í Fréttablaðinu í morgun. Í greininni virðist Benedikt finna íslensku krónunni allt til foráttu og segir hana vera fyrirtækjum og almenningi fjötur um fót. Þá sé það ábyrgð hans sem fjármálaráðherra að benda almenningi á farsælli kosti sem að hans mati er annar miðill en íslenska krónan. „Eftir kosningar var myndað ríkisstjórnarsamstarf og það var gerður stjórnarsáttmáli þar sem við erum að starfa saman á öðrum grundvelli en hann hefði kannski kosið,“ segir Bjarni og bendir á að í sáttmálanum sé gert ráð fyrir að krónan verði áfram gjaldmiðill Íslands. „Hinsvegar höfum við ákveðið að taka ramma peningamálastjórnunar til skoðunar og í því starfi sem þegar er komið af stað er gert ráð fyrir því að við verðum áfram með íslensku krónuna en við erum að skoða leiðir til að draga úr sveiflum,“ segir hann. Bjarni er ekki sammála Benedikt um óágæti íslensku krónunnar. Hún hafi verið þarfur þjónn á réttum tíma. „Það er hægt að segja það að krónan hafi í raun og veru verið að gegna sínu hlutverki sérstaklega vel. Hún hefur styrkst í samræmi við þann styrk sem íslenska efnahagskerfið hefur verið að sýna. Við höfum öll verið að njóta góðs af því meðal annars með lágri verðbólgu en útflutningsgreinar hafa verið að finna fyrir því. Það er þó eðlilegt vegna þess hve mikill hagvöxtur hefur verið hér og uppgangur að íslenski gjaldmiðillinn styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum,“ segir Bjarni. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart þetta sjónarmið,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um grein sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra birti í Fréttablaðinu í morgun. Í greininni virðist Benedikt finna íslensku krónunni allt til foráttu og segir hana vera fyrirtækjum og almenningi fjötur um fót. Þá sé það ábyrgð hans sem fjármálaráðherra að benda almenningi á farsælli kosti sem að hans mati er annar miðill en íslenska krónan. „Eftir kosningar var myndað ríkisstjórnarsamstarf og það var gerður stjórnarsáttmáli þar sem við erum að starfa saman á öðrum grundvelli en hann hefði kannski kosið,“ segir Bjarni og bendir á að í sáttmálanum sé gert ráð fyrir að krónan verði áfram gjaldmiðill Íslands. „Hinsvegar höfum við ákveðið að taka ramma peningamálastjórnunar til skoðunar og í því starfi sem þegar er komið af stað er gert ráð fyrir því að við verðum áfram með íslensku krónuna en við erum að skoða leiðir til að draga úr sveiflum,“ segir hann. Bjarni er ekki sammála Benedikt um óágæti íslensku krónunnar. Hún hafi verið þarfur þjónn á réttum tíma. „Það er hægt að segja það að krónan hafi í raun og veru verið að gegna sínu hlutverki sérstaklega vel. Hún hefur styrkst í samræmi við þann styrk sem íslenska efnahagskerfið hefur verið að sýna. Við höfum öll verið að njóta góðs af því meðal annars með lágri verðbólgu en útflutningsgreinar hafa verið að finna fyrir því. Það er þó eðlilegt vegna þess hve mikill hagvöxtur hefur verið hér og uppgangur að íslenski gjaldmiðillinn styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum,“ segir Bjarni.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira