Brak úr öryggisgirðingu kastaðist yfir leigubíl Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2017 13:56 Ökumaður bíls, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á girðinguna eftir að hafa teygti sig í veski sem hann missti á gólfið. Vísir/Ernir Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40