Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2017 19:40 Frá vettvangi slyssins. Vísir Vegagerðin ætlar að fjarlægja teina-girðingar sem eru með fram götum á höfuðborgarsvæðinu eftir banaslys á Miklubraut á laugardag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Slysið átti sér stað á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sem hafnaði utan í vegriði og kastaðist maðurinn út úr henni. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn hafi hafnað á járngirðingu sem skilur akstursleiðir að. RÚV ræddi við Ólaf Guðmundsson, tæknistjóra alþjóðlegu vegaöryggissamtakanna EuroRap á Íslandi, sem gerði alvarlegar athugasemdir við aðstæður á slysstað. Hann sagði þessar járngirðingar í raun breytast í spjót ef einhver lendi á þeim. Hann hvatti til þess að þessari girðingar yrðu fjarlægðar og vegrið myndi nægja. Vegagerðin sendi RÚV yfirlýsingu vegna málsins þar sem stofnun sagði þessar teina-girðingar settar upp til að koma í veg fyrir að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið veggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur. Annað sé komið í ljós og því verður hætt alfarið að nota þessar girðingar og taka þær sem enn eru í notkun niður. Í yfirlýsingu Vegagerðarinnar kemur fram að vegrið ein og sér komi ekki í veg fyrir að gangandi vegfarendur freistist til að hlaupa yfir umferðarmiklar götur og þurfi því að leita lausna á því. Leitað hafi verið lausna erlendis frá en þær ekki fundist þar að sögn Vegagerðarinnar. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Miklubraut Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Miklubraut í Reykjavík á laugardagsmorgun hét Sebastian Dariusz Bieniek. 27. nóvember 2017 14:16 Banaslys á Miklubraut Banaslys varð á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum í morgun. 25. nóvember 2017 12:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vegagerðin ætlar að fjarlægja teina-girðingar sem eru með fram götum á höfuðborgarsvæðinu eftir banaslys á Miklubraut á laugardag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Slysið átti sér stað á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun. Þar missti ökumaður stjórn á bifreið sem hafnaði utan í vegriði og kastaðist maðurinn út úr henni. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn hafi hafnað á járngirðingu sem skilur akstursleiðir að. RÚV ræddi við Ólaf Guðmundsson, tæknistjóra alþjóðlegu vegaöryggissamtakanna EuroRap á Íslandi, sem gerði alvarlegar athugasemdir við aðstæður á slysstað. Hann sagði þessar járngirðingar í raun breytast í spjót ef einhver lendi á þeim. Hann hvatti til þess að þessari girðingar yrðu fjarlægðar og vegrið myndi nægja. Vegagerðin sendi RÚV yfirlýsingu vegna málsins þar sem stofnun sagði þessar teina-girðingar settar upp til að koma í veg fyrir að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið veggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur. Annað sé komið í ljós og því verður hætt alfarið að nota þessar girðingar og taka þær sem enn eru í notkun niður. Í yfirlýsingu Vegagerðarinnar kemur fram að vegrið ein og sér komi ekki í veg fyrir að gangandi vegfarendur freistist til að hlaupa yfir umferðarmiklar götur og þurfi því að leita lausna á því. Leitað hafi verið lausna erlendis frá en þær ekki fundist þar að sögn Vegagerðarinnar.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést á Miklubraut Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Miklubraut í Reykjavík á laugardagsmorgun hét Sebastian Dariusz Bieniek. 27. nóvember 2017 14:16 Banaslys á Miklubraut Banaslys varð á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum í morgun. 25. nóvember 2017 12:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Nafn mannsins sem lést á Miklubraut Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Miklubraut í Reykjavík á laugardagsmorgun hét Sebastian Dariusz Bieniek. 27. nóvember 2017 14:16
Banaslys á Miklubraut Banaslys varð á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum í morgun. 25. nóvember 2017 12:15