80 deyi árlega vegna loftmengunar Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Það er bannað að skilja bílinn eftir í gangi á meðan ökumaður bregður sér út. Ragnhildur segir að það verði að upplýsa fólk betur. vísir/anton Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira