Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2017 12:53 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira