Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2017 12:53 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck und Aufhauser við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 var til sérstakrar umræðu á Alþingi í gær en auk þess töluðu þingmenn um málið í óundirbúnum fyrirspurnum. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna í fyrirspurn til Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að skýrslan gæfi tilefni til að rannsaka betur einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingabanka atvinnulífsins á sama tíma og spurði fjármálaráðherra. „Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni.“ Svar Benedikts var einfalt. „Svar mitt er einfalt. Jú það er ástæða til þess að ljúka rannsókn á þessu ferli,“ sagði fjármálaráðherra. Þar með er ljóst að meirihluti er fyrir frekari rannsókn á Alþingi þar sem allir stjórnarandstöðuflokkarnir, auk Viðreisnar og Bjartrar framtíðar styðja slíka rannsókn. Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem nú fer yfir skýrsluna um Búnaðarbankann, útilokar þó ekki frekari rannsóknir. Þingsályktunin um rannsóknina geri ráð fyrir að nefndin meti skýrsluna og taki afstöðu til þess hvort hún telji að skýrslan kalli á frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Hann telji ekki þörf á slíkri rannsókn nema ný gögn komi fram. „Í stað þess að við förum að ana hér út í mikla rannsókn og kostnaðarsama. Án þess að vita raunverulega hvert við erum að fara og hvert þetta muni leiða okkur,“ sagði Brynjar. Fyrir liggur þingsályktunartillaga frá Alþingi sem samþykkt var árið 2012 um að rannsaka þurfi betur en gert var af Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2010, einkavæðingu ríkisbankanna allra. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vitnaði til orða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í vikunni um að hann sæi ekki þörf á frekari rannsókn á þessum málum og að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar teldi að nýjar upplýsingar þyrftu að koma fram til að slík rannsókn hæfist. „Þær eru þessi skýrsla hér. Þær eru skýrslan um blekkingarnar. Enda liggur það nú fyrir eftir fyrirspurnatímann í dag og eru stærstu tíðindin í umræðunni hér að það er meirihluti á Alþingi með því að taka til við rannsókn á einkavæðingu bankanna í heild í samræmi við umrædda þingsályktunartillögu. Næstu skref eru því að taka til starfa í samræmi við þann vilja þótt formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi talað gegn því,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði