Sumarfrí settu fjölmiðlaskýrslu í frost Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 vísir/anton brink „Það hefur lítið gerst í sumar, það er heiðarlega svarið,“ segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndar sem gera á tillögur að lagabreytingum eða nauðsynlegum aðgerðum til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Hann segir sumarfrí fólks hafa sett strik í reikninginn í sumar en nú sé vinna að fara í gang á ný við að klára það sem eftir stendur.Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar. Fréttablaðið/IngvarIllugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nefndina sem að sögn Björgvins átti að skila af sér í vor. Skilin hafa síðan dregist og viðurkennir Björgvin að hann hafi brunnið inni með síðustu yfirlýsingu sína um að skila skýrslunni um mánaðamótin júní–júlí. „Ég hef svolítið oft þurft að éta ofan í mig einhverjar tímasetningar í þessu máli, eins og allar opinberar nefndir. Ég er því tregur að nefna einhverjar tímasetningar núna en markmið mitt er að klára þetta sem allra fyrst,“ segir Björgvin um málið. Hann segir megindrög skýrslunnar tilbúin og að drög að tillögum liggi fyrir en þau séu ósamþykkt innan nefndarinnar. „Það þarf að klára að ganga frá skýrslunni, komast að samkomulagi um tillögurnar og þá er hægt að birta hana eftir að hún hefur verið kynnt ráðherra.“ Björgvin segir aðspurður að engar deilur hafi verið innan nefndarinnar, allir hafi lagt sitt af mörkum, sína sýn og áherslur en nú sé aðalatriðið að púsla því saman og ná sátt um lokaniðurstöðurnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipar nefnd til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla Björgvin Guðmundsson hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. 3. janúar 2017 15:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Það hefur lítið gerst í sumar, það er heiðarlega svarið,“ segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndar sem gera á tillögur að lagabreytingum eða nauðsynlegum aðgerðum til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Hann segir sumarfrí fólks hafa sett strik í reikninginn í sumar en nú sé vinna að fara í gang á ný við að klára það sem eftir stendur.Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar. Fréttablaðið/IngvarIllugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nefndina sem að sögn Björgvins átti að skila af sér í vor. Skilin hafa síðan dregist og viðurkennir Björgvin að hann hafi brunnið inni með síðustu yfirlýsingu sína um að skila skýrslunni um mánaðamótin júní–júlí. „Ég hef svolítið oft þurft að éta ofan í mig einhverjar tímasetningar í þessu máli, eins og allar opinberar nefndir. Ég er því tregur að nefna einhverjar tímasetningar núna en markmið mitt er að klára þetta sem allra fyrst,“ segir Björgvin um málið. Hann segir megindrög skýrslunnar tilbúin og að drög að tillögum liggi fyrir en þau séu ósamþykkt innan nefndarinnar. „Það þarf að klára að ganga frá skýrslunni, komast að samkomulagi um tillögurnar og þá er hægt að birta hana eftir að hún hefur verið kynnt ráðherra.“ Björgvin segir aðspurður að engar deilur hafi verið innan nefndarinnar, allir hafi lagt sitt af mörkum, sína sýn og áherslur en nú sé aðalatriðið að púsla því saman og ná sátt um lokaniðurstöðurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipar nefnd til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla Björgvin Guðmundsson hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. 3. janúar 2017 15:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Skipar nefnd til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla Björgvin Guðmundsson hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. 3. janúar 2017 15:50