
„Ég hef svolítið oft þurft að éta ofan í mig einhverjar tímasetningar í þessu máli, eins og allar opinberar nefndir. Ég er því tregur að nefna einhverjar tímasetningar núna en markmið mitt er að klára þetta sem allra fyrst,“ segir Björgvin um málið.
Hann segir megindrög skýrslunnar tilbúin og að drög að tillögum liggi fyrir en þau séu ósamþykkt innan nefndarinnar.
„Það þarf að klára að ganga frá skýrslunni, komast að samkomulagi um tillögurnar og þá er hægt að birta hana eftir að hún hefur verið kynnt ráðherra.“
Björgvin segir aðspurður að engar deilur hafi verið innan nefndarinnar, allir hafi lagt sitt af mörkum, sína sýn og áherslur en nú sé aðalatriðið að púsla því saman og ná sátt um lokaniðurstöðurnar.