„Fáránlegt“ að Íslendingum sé mismunað á Akureyri Ásgeir Erlendsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. ágúst 2017 12:36 Vísir/getty Viðskiptavinur tjaldsvæðisins á Akureyri segir fáránlegt að Íslendingar þurfti að greiða þrjár nætur á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti en erlendir ferðamenn geti greitt fyrir eina nú um helgina. Málið sé lýsandi fyrir gróðrarhyggju ferðaþjónustunna. Forsvarsmaður tjaldsvæðisins á Akureyri segir fyrirkomulagið sett upp á þennan hátt til að einfalda skipulag. Íslendingar sem hyggjast gista eina nótt á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri þurfa að greiða fyrir þrjár meðan erlendir ferðamenn geta greitt fyrir eina. Sigurjón Atli Benediktsson, viðskiptavinur tjaldvæðisins er ósáttur við fyrirkomulagið og segir það mismuna fólki. „Ég sagði bara gott og vel og hafði hugsað mér að vera eina nótt þar sem þetta er í grennd við bæinn. En í kjölfarið þegar ég er að labba út kemur þýskur ferðamaður þarna inn og óskar eftir því að fá að vera í eina nótt og það var bara ekkert mál,“ segir Sigurjón og bætir við að ferðamaðurinn hafi greitt fyrir það 2000 krónur. Þegar hann hafi farið að spyrjast fyrir um málið var honum tjáð að þetta væri „svo stór helgi“ að ferðamenn nytu þessara forréttinda fram fyrir Íslendinga. „Mér finnst þetta auðvitað borðleggjandi mismunun. Þetta er bara fáránlegt, þetta er ekkert flóknara en það. Er þetta ekki bara lýsandi gróðrahyggja?“ spyr Sigurjón.Til að einfalda skipulagiðTryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri Hamra sem sér um tjaldsvæðin á Akureyri, segir fyrirkomulagið sett upp til að einfalda skipulag á tjalddvæðinu um verslunarmannahelgina auk þess sem skipuleggendur hafi betri yfirsýn. Þessi háttur hafi verið hafður á undanfarin níu ár. „Þetta er svolítið flókið kerfi að stjórna til þess að allir geti verið sæmilega sáttir. Við gerum það þannig að þú þarft að greiða alla helgina ef þú ætlar að vera við Þórunnarstrætið en ef þú ætlar bara að vera eina nótt þá er þér bent á að fara upp á Hamra,“ útskýrir Tryggvi. Hann segir að þó hafi þau leyft útlendingum að greiða einungis fyrir eina nótt við Þórunnarstræti. „Það er útaf því að við ákveðum auglýsingar erlendis með árs fyrirvara.“En er það ekki mismunun að leyfa útlendingum að gista í eina nótt en að Íslendingar þurfa að greiða fyrir þrjár?„Menn geta alveg sett það þannig upp að þetta sé mismunun en þetta hefur ekki komið mikið að sök. Við erum að fá eina, tvær ábendingar á ári út af þessu. Þessi leið hefur verið farin frá árinu 2008 og gefist þokkalega vel en það eru auðvitað ekkert allir alltaf ánægðir með allt. Það er bara þannig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Viðskiptavinur tjaldsvæðisins á Akureyri segir fáránlegt að Íslendingar þurfti að greiða þrjár nætur á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti en erlendir ferðamenn geti greitt fyrir eina nú um helgina. Málið sé lýsandi fyrir gróðrarhyggju ferðaþjónustunna. Forsvarsmaður tjaldsvæðisins á Akureyri segir fyrirkomulagið sett upp á þennan hátt til að einfalda skipulag. Íslendingar sem hyggjast gista eina nótt á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri þurfa að greiða fyrir þrjár meðan erlendir ferðamenn geta greitt fyrir eina. Sigurjón Atli Benediktsson, viðskiptavinur tjaldvæðisins er ósáttur við fyrirkomulagið og segir það mismuna fólki. „Ég sagði bara gott og vel og hafði hugsað mér að vera eina nótt þar sem þetta er í grennd við bæinn. En í kjölfarið þegar ég er að labba út kemur þýskur ferðamaður þarna inn og óskar eftir því að fá að vera í eina nótt og það var bara ekkert mál,“ segir Sigurjón og bætir við að ferðamaðurinn hafi greitt fyrir það 2000 krónur. Þegar hann hafi farið að spyrjast fyrir um málið var honum tjáð að þetta væri „svo stór helgi“ að ferðamenn nytu þessara forréttinda fram fyrir Íslendinga. „Mér finnst þetta auðvitað borðleggjandi mismunun. Þetta er bara fáránlegt, þetta er ekkert flóknara en það. Er þetta ekki bara lýsandi gróðrahyggja?“ spyr Sigurjón.Til að einfalda skipulagiðTryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri Hamra sem sér um tjaldsvæðin á Akureyri, segir fyrirkomulagið sett upp til að einfalda skipulag á tjalddvæðinu um verslunarmannahelgina auk þess sem skipuleggendur hafi betri yfirsýn. Þessi háttur hafi verið hafður á undanfarin níu ár. „Þetta er svolítið flókið kerfi að stjórna til þess að allir geti verið sæmilega sáttir. Við gerum það þannig að þú þarft að greiða alla helgina ef þú ætlar að vera við Þórunnarstrætið en ef þú ætlar bara að vera eina nótt þá er þér bent á að fara upp á Hamra,“ útskýrir Tryggvi. Hann segir að þó hafi þau leyft útlendingum að greiða einungis fyrir eina nótt við Þórunnarstræti. „Það er útaf því að við ákveðum auglýsingar erlendis með árs fyrirvara.“En er það ekki mismunun að leyfa útlendingum að gista í eina nótt en að Íslendingar þurfa að greiða fyrir þrjár?„Menn geta alveg sett það þannig upp að þetta sé mismunun en þetta hefur ekki komið mikið að sök. Við erum að fá eina, tvær ábendingar á ári út af þessu. Þessi leið hefur verið farin frá árinu 2008 og gefist þokkalega vel en það eru auðvitað ekkert allir alltaf ánægðir með allt. Það er bara þannig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira