„Fáránlegt“ að Íslendingum sé mismunað á Akureyri Ásgeir Erlendsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. ágúst 2017 12:36 Vísir/getty Viðskiptavinur tjaldsvæðisins á Akureyri segir fáránlegt að Íslendingar þurfti að greiða þrjár nætur á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti en erlendir ferðamenn geti greitt fyrir eina nú um helgina. Málið sé lýsandi fyrir gróðrarhyggju ferðaþjónustunna. Forsvarsmaður tjaldsvæðisins á Akureyri segir fyrirkomulagið sett upp á þennan hátt til að einfalda skipulag. Íslendingar sem hyggjast gista eina nótt á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri þurfa að greiða fyrir þrjár meðan erlendir ferðamenn geta greitt fyrir eina. Sigurjón Atli Benediktsson, viðskiptavinur tjaldvæðisins er ósáttur við fyrirkomulagið og segir það mismuna fólki. „Ég sagði bara gott og vel og hafði hugsað mér að vera eina nótt þar sem þetta er í grennd við bæinn. En í kjölfarið þegar ég er að labba út kemur þýskur ferðamaður þarna inn og óskar eftir því að fá að vera í eina nótt og það var bara ekkert mál,“ segir Sigurjón og bætir við að ferðamaðurinn hafi greitt fyrir það 2000 krónur. Þegar hann hafi farið að spyrjast fyrir um málið var honum tjáð að þetta væri „svo stór helgi“ að ferðamenn nytu þessara forréttinda fram fyrir Íslendinga. „Mér finnst þetta auðvitað borðleggjandi mismunun. Þetta er bara fáránlegt, þetta er ekkert flóknara en það. Er þetta ekki bara lýsandi gróðrahyggja?“ spyr Sigurjón.Til að einfalda skipulagiðTryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri Hamra sem sér um tjaldsvæðin á Akureyri, segir fyrirkomulagið sett upp til að einfalda skipulag á tjalddvæðinu um verslunarmannahelgina auk þess sem skipuleggendur hafi betri yfirsýn. Þessi háttur hafi verið hafður á undanfarin níu ár. „Þetta er svolítið flókið kerfi að stjórna til þess að allir geti verið sæmilega sáttir. Við gerum það þannig að þú þarft að greiða alla helgina ef þú ætlar að vera við Þórunnarstrætið en ef þú ætlar bara að vera eina nótt þá er þér bent á að fara upp á Hamra,“ útskýrir Tryggvi. Hann segir að þó hafi þau leyft útlendingum að greiða einungis fyrir eina nótt við Þórunnarstræti. „Það er útaf því að við ákveðum auglýsingar erlendis með árs fyrirvara.“En er það ekki mismunun að leyfa útlendingum að gista í eina nótt en að Íslendingar þurfa að greiða fyrir þrjár?„Menn geta alveg sett það þannig upp að þetta sé mismunun en þetta hefur ekki komið mikið að sök. Við erum að fá eina, tvær ábendingar á ári út af þessu. Þessi leið hefur verið farin frá árinu 2008 og gefist þokkalega vel en það eru auðvitað ekkert allir alltaf ánægðir með allt. Það er bara þannig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Viðskiptavinur tjaldsvæðisins á Akureyri segir fáránlegt að Íslendingar þurfti að greiða þrjár nætur á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti en erlendir ferðamenn geti greitt fyrir eina nú um helgina. Málið sé lýsandi fyrir gróðrarhyggju ferðaþjónustunna. Forsvarsmaður tjaldsvæðisins á Akureyri segir fyrirkomulagið sett upp á þennan hátt til að einfalda skipulag. Íslendingar sem hyggjast gista eina nótt á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri þurfa að greiða fyrir þrjár meðan erlendir ferðamenn geta greitt fyrir eina. Sigurjón Atli Benediktsson, viðskiptavinur tjaldvæðisins er ósáttur við fyrirkomulagið og segir það mismuna fólki. „Ég sagði bara gott og vel og hafði hugsað mér að vera eina nótt þar sem þetta er í grennd við bæinn. En í kjölfarið þegar ég er að labba út kemur þýskur ferðamaður þarna inn og óskar eftir því að fá að vera í eina nótt og það var bara ekkert mál,“ segir Sigurjón og bætir við að ferðamaðurinn hafi greitt fyrir það 2000 krónur. Þegar hann hafi farið að spyrjast fyrir um málið var honum tjáð að þetta væri „svo stór helgi“ að ferðamenn nytu þessara forréttinda fram fyrir Íslendinga. „Mér finnst þetta auðvitað borðleggjandi mismunun. Þetta er bara fáránlegt, þetta er ekkert flóknara en það. Er þetta ekki bara lýsandi gróðrahyggja?“ spyr Sigurjón.Til að einfalda skipulagiðTryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri Hamra sem sér um tjaldsvæðin á Akureyri, segir fyrirkomulagið sett upp til að einfalda skipulag á tjalddvæðinu um verslunarmannahelgina auk þess sem skipuleggendur hafi betri yfirsýn. Þessi háttur hafi verið hafður á undanfarin níu ár. „Þetta er svolítið flókið kerfi að stjórna til þess að allir geti verið sæmilega sáttir. Við gerum það þannig að þú þarft að greiða alla helgina ef þú ætlar að vera við Þórunnarstrætið en ef þú ætlar bara að vera eina nótt þá er þér bent á að fara upp á Hamra,“ útskýrir Tryggvi. Hann segir að þó hafi þau leyft útlendingum að greiða einungis fyrir eina nótt við Þórunnarstræti. „Það er útaf því að við ákveðum auglýsingar erlendis með árs fyrirvara.“En er það ekki mismunun að leyfa útlendingum að gista í eina nótt en að Íslendingar þurfa að greiða fyrir þrjár?„Menn geta alveg sett það þannig upp að þetta sé mismunun en þetta hefur ekki komið mikið að sök. Við erum að fá eina, tvær ábendingar á ári út af þessu. Þessi leið hefur verið farin frá árinu 2008 og gefist þokkalega vel en það eru auðvitað ekkert allir alltaf ánægðir með allt. Það er bara þannig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira