„Fáránlegt“ að Íslendingum sé mismunað á Akureyri Ásgeir Erlendsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. ágúst 2017 12:36 Vísir/getty Viðskiptavinur tjaldsvæðisins á Akureyri segir fáránlegt að Íslendingar þurfti að greiða þrjár nætur á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti en erlendir ferðamenn geti greitt fyrir eina nú um helgina. Málið sé lýsandi fyrir gróðrarhyggju ferðaþjónustunna. Forsvarsmaður tjaldsvæðisins á Akureyri segir fyrirkomulagið sett upp á þennan hátt til að einfalda skipulag. Íslendingar sem hyggjast gista eina nótt á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri þurfa að greiða fyrir þrjár meðan erlendir ferðamenn geta greitt fyrir eina. Sigurjón Atli Benediktsson, viðskiptavinur tjaldvæðisins er ósáttur við fyrirkomulagið og segir það mismuna fólki. „Ég sagði bara gott og vel og hafði hugsað mér að vera eina nótt þar sem þetta er í grennd við bæinn. En í kjölfarið þegar ég er að labba út kemur þýskur ferðamaður þarna inn og óskar eftir því að fá að vera í eina nótt og það var bara ekkert mál,“ segir Sigurjón og bætir við að ferðamaðurinn hafi greitt fyrir það 2000 krónur. Þegar hann hafi farið að spyrjast fyrir um málið var honum tjáð að þetta væri „svo stór helgi“ að ferðamenn nytu þessara forréttinda fram fyrir Íslendinga. „Mér finnst þetta auðvitað borðleggjandi mismunun. Þetta er bara fáránlegt, þetta er ekkert flóknara en það. Er þetta ekki bara lýsandi gróðrahyggja?“ spyr Sigurjón.Til að einfalda skipulagiðTryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri Hamra sem sér um tjaldsvæðin á Akureyri, segir fyrirkomulagið sett upp til að einfalda skipulag á tjalddvæðinu um verslunarmannahelgina auk þess sem skipuleggendur hafi betri yfirsýn. Þessi háttur hafi verið hafður á undanfarin níu ár. „Þetta er svolítið flókið kerfi að stjórna til þess að allir geti verið sæmilega sáttir. Við gerum það þannig að þú þarft að greiða alla helgina ef þú ætlar að vera við Þórunnarstrætið en ef þú ætlar bara að vera eina nótt þá er þér bent á að fara upp á Hamra,“ útskýrir Tryggvi. Hann segir að þó hafi þau leyft útlendingum að greiða einungis fyrir eina nótt við Þórunnarstræti. „Það er útaf því að við ákveðum auglýsingar erlendis með árs fyrirvara.“En er það ekki mismunun að leyfa útlendingum að gista í eina nótt en að Íslendingar þurfa að greiða fyrir þrjár?„Menn geta alveg sett það þannig upp að þetta sé mismunun en þetta hefur ekki komið mikið að sök. Við erum að fá eina, tvær ábendingar á ári út af þessu. Þessi leið hefur verið farin frá árinu 2008 og gefist þokkalega vel en það eru auðvitað ekkert allir alltaf ánægðir með allt. Það er bara þannig,“ segir Tryggvi. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Viðskiptavinur tjaldsvæðisins á Akureyri segir fáránlegt að Íslendingar þurfti að greiða þrjár nætur á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti en erlendir ferðamenn geti greitt fyrir eina nú um helgina. Málið sé lýsandi fyrir gróðrarhyggju ferðaþjónustunna. Forsvarsmaður tjaldsvæðisins á Akureyri segir fyrirkomulagið sett upp á þennan hátt til að einfalda skipulag. Íslendingar sem hyggjast gista eina nótt á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri þurfa að greiða fyrir þrjár meðan erlendir ferðamenn geta greitt fyrir eina. Sigurjón Atli Benediktsson, viðskiptavinur tjaldvæðisins er ósáttur við fyrirkomulagið og segir það mismuna fólki. „Ég sagði bara gott og vel og hafði hugsað mér að vera eina nótt þar sem þetta er í grennd við bæinn. En í kjölfarið þegar ég er að labba út kemur þýskur ferðamaður þarna inn og óskar eftir því að fá að vera í eina nótt og það var bara ekkert mál,“ segir Sigurjón og bætir við að ferðamaðurinn hafi greitt fyrir það 2000 krónur. Þegar hann hafi farið að spyrjast fyrir um málið var honum tjáð að þetta væri „svo stór helgi“ að ferðamenn nytu þessara forréttinda fram fyrir Íslendinga. „Mér finnst þetta auðvitað borðleggjandi mismunun. Þetta er bara fáránlegt, þetta er ekkert flóknara en það. Er þetta ekki bara lýsandi gróðrahyggja?“ spyr Sigurjón.Til að einfalda skipulagiðTryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri Hamra sem sér um tjaldsvæðin á Akureyri, segir fyrirkomulagið sett upp til að einfalda skipulag á tjalddvæðinu um verslunarmannahelgina auk þess sem skipuleggendur hafi betri yfirsýn. Þessi háttur hafi verið hafður á undanfarin níu ár. „Þetta er svolítið flókið kerfi að stjórna til þess að allir geti verið sæmilega sáttir. Við gerum það þannig að þú þarft að greiða alla helgina ef þú ætlar að vera við Þórunnarstrætið en ef þú ætlar bara að vera eina nótt þá er þér bent á að fara upp á Hamra,“ útskýrir Tryggvi. Hann segir að þó hafi þau leyft útlendingum að greiða einungis fyrir eina nótt við Þórunnarstræti. „Það er útaf því að við ákveðum auglýsingar erlendis með árs fyrirvara.“En er það ekki mismunun að leyfa útlendingum að gista í eina nótt en að Íslendingar þurfa að greiða fyrir þrjár?„Menn geta alveg sett það þannig upp að þetta sé mismunun en þetta hefur ekki komið mikið að sök. Við erum að fá eina, tvær ábendingar á ári út af þessu. Þessi leið hefur verið farin frá árinu 2008 og gefist þokkalega vel en það eru auðvitað ekkert allir alltaf ánægðir með allt. Það er bara þannig,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira