Macron ýjar að Frexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche!, þykir sigurstranglegur. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23
Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45