Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 21:06 Theresa May. vísir/epa Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að hún muni verða hörð í horn að taka, í komandi Brexit samningaviðræðum. Hún segir að Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins muni komast að því að hún geti verið „fjári erfið kona.“ Guardian greinir frá. Ummælin koma í kjölfar þess þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung birti samræður úr kvöldverðarboði May, með Juncker, þar sem kemur fram að þeim hafi lent saman í boðinu. May hafi lýst yfir vilja til að klára samninga um stöðu breskra og evrópskra ríkisborgara í júní. Juncker hafi hins vegar brugðist ókvæða við og sagt að hann „væri tíu sinnum meira efins,“ um að hægt væri að klára samninga um ríkisborgara í næsta mánuði. Samkvæmt heimildarmönnum innan Evrópusambandsins, eru áhyggjur uppi um það innan sambandsins að engir samningar muni nást, þar sem Bretar misskilji komandi útgönguviðræður. Breskir ráðamenn virðist ekki hafa grunnvitneskju um það hvernig málum sé háttað í Brussel. Áhyggjur hafa því að sama skapi kviknað í Bretlandi, um getu og hæfni May til þess að leiða samningaviðræðurnar við sambandið og hefur Nick Clegg, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og leiðtogi frjálslyndra demókrata, sagt að May líti út fyrir að halda að hún geti skipað evrópskum ráðamönnum fyrir, „líkt og þeir væru starfsmenn breskra ráðuneyta.“ May hefur sjálf sagt að hún geri fastlega ráð fyrir því, að spennan á milli Bretlands og Evrópusambandsins, muni aukast á næstu mánuðum, á meðan viðræðum stendur. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að hún muni verða hörð í horn að taka, í komandi Brexit samningaviðræðum. Hún segir að Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins muni komast að því að hún geti verið „fjári erfið kona.“ Guardian greinir frá. Ummælin koma í kjölfar þess þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung birti samræður úr kvöldverðarboði May, með Juncker, þar sem kemur fram að þeim hafi lent saman í boðinu. May hafi lýst yfir vilja til að klára samninga um stöðu breskra og evrópskra ríkisborgara í júní. Juncker hafi hins vegar brugðist ókvæða við og sagt að hann „væri tíu sinnum meira efins,“ um að hægt væri að klára samninga um ríkisborgara í næsta mánuði. Samkvæmt heimildarmönnum innan Evrópusambandsins, eru áhyggjur uppi um það innan sambandsins að engir samningar muni nást, þar sem Bretar misskilji komandi útgönguviðræður. Breskir ráðamenn virðist ekki hafa grunnvitneskju um það hvernig málum sé háttað í Brussel. Áhyggjur hafa því að sama skapi kviknað í Bretlandi, um getu og hæfni May til þess að leiða samningaviðræðurnar við sambandið og hefur Nick Clegg, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og leiðtogi frjálslyndra demókrata, sagt að May líti út fyrir að halda að hún geti skipað evrópskum ráðamönnum fyrir, „líkt og þeir væru starfsmenn breskra ráðuneyta.“ May hefur sjálf sagt að hún geri fastlega ráð fyrir því, að spennan á milli Bretlands og Evrópusambandsins, muni aukast á næstu mánuðum, á meðan viðræðum stendur.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira