Burnley gerði góða ferð á Goodison Park í dag þegar liðið heimsótti Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Eina mark leiksins var skorað á 21.mínútu og var það Jeff Hendrick sem gerði það.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton, átti fína spretti og fékk eitt mjög gott færi en náði ekki að nýta sér það. Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á bekknum hjá Burnley.
Everton er í 16.sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö umferðir en Burnley hefur fimm stigum meira í sjötta sæti deildarinnar.
Burnley sótti þrjú stig á Goodison Park
