Katrín Júlíusdóttir hættir á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 08:48 Katrín Júlíusdóttir vísir/Stefán Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og þingmaður, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu Alþingiskosningum. Frá þessu greinir hún inni í hóp Samfylkingarfólks á Facebook. Þar segir hún að undanfarið hafi margir komið að máli við hana og skorað á hana að sækjast eftir frekara forystuhlutverki í Samfylkingunni. Kveðst hún afar þakklát fyrir það traust sem henni er sýnt en þar sem hún hafi tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir endurkjöri í næstu kosningum hyggst hún ekki bjóða sig fram til frekari forystustarfa fyrir Samfylkinguna. Katrín segir ákvörðunina persónulega; hún finni að nú sé rétti tíminn til að snúa sér að öðru. Mikil ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar vegna lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum undanfarin misseri og hefur verið boðað til landsfundar þann 4. júní næstkomandi. Í tengslum við fundinn mun fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann flokksins, komi fram ósk um það, eins og segir á vef Samfylkingarinnar. Orðsendingu Katrínar til félaga sinna í Samfylkingunni má sjá í heild sinni hér að neðan:Kæru félagar,spennandi og krefjandi tímar eru framundan hjá okkur sósíaldemókrötum á Íslandi. Stærsta verkefnið er að mynda samhenta sveit sem tryggir sterka rödd jöfnuðar, réttlætis, gagnsæis og frelsis í pólitískri umræðu og aðgerðum.Í yfir 20 ár hefur hreyfing jafnaðarmanna treyst mér fyrir ólíkum verkefnum, þar af hafið þið falið mér það mikilvæga verkefni að sitja á Alþingi Íslendinga sl. 13 ár. Þar hef ég á hverjum degi lagt mig fram um að gera mitt allra besta í mörgum ólíkum hlutverkum; í störfum nefnda, í forystu iðnaðarnefndar, í forystu EFTA/EES þingmannanefndarinnar ásamt því að gegna embætti iðnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.Um leið og ég þakka ykkur fyrir þetta traust sem þið hafið sýnt mér, finnst mér mikilvægt að deila með ykkur ákvörðun sem ég hef tekið.Mörg ykkar hafið skorað á mig undanfarið að sækjast eftir frekara forystuhlutverki í okkar hreyfingu nú á þessu vori og fyrir það traust og þá vináttu sem þið sýnið mér er ég afar þakklát. Ég hef hinsvegar tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurkjöri í næstu alþingiskosningum og þar af leiðandi mun ég ekki bjóða fram krafta mína til frekari forystustarfa fyrir Samfylkinguna. Ákvörðun mín um að þetta verði mitt síðasta kjörtímabil sem ykkar fulltrúi á þingi er persónuleg, ég finn að nú er rétti tíminn til að snúa mér að öðru. Á sama tíma og ég mun sakna samstarfsins við ykkur þá er ég líka spennt fyrir framtíðarævintýrum. Ég er lánsöm. Á fallega fjölskyldu, elska lífið og ætla að halda áfram að grípa ný og spennandi tækifæri með báðum höndum.Ný flott kynslóð stjórnmálamanna á öllum aldri bankar nú á dyrnar. Þeim eigum við að fagna og treysta til að bera kyndil hugsjóna okkar inn í nýja tíma. Vil ég jafnframt nota þetta tækifæri til að hvetja ungt fólk til að láta til sín taka í stjórnmálum og móta þannig framtíðina við hlið reynsluboltanna.Þetta er ekki kveðjubréf - það kemur þegar ég læt af störfum:)Látum komandi misseri einkennast af gerjun og kraumandi umræðu um hugmyndir og framtíðarlausnir á verkefnunum sem við blasa.Hlakka til að taka þátt í því með ykkur!Ykkar,Katrín Alþingi Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Mikill titringur í þingflokki Samfylkingarinnar Játningar formanns Samfylkingarinnar leggjast illa í flesta þingmenn Samfylkingarinnar og þeir gagnrýna formanninn fyrir skort á samráði. 12. febrúar 2016 19:00 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Árni Páll: Mistökin allt ábendingar frá flokksmönnum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. 14. febrúar 2016 12:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og þingmaður, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu Alþingiskosningum. Frá þessu greinir hún inni í hóp Samfylkingarfólks á Facebook. Þar segir hún að undanfarið hafi margir komið að máli við hana og skorað á hana að sækjast eftir frekara forystuhlutverki í Samfylkingunni. Kveðst hún afar þakklát fyrir það traust sem henni er sýnt en þar sem hún hafi tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir endurkjöri í næstu kosningum hyggst hún ekki bjóða sig fram til frekari forystustarfa fyrir Samfylkinguna. Katrín segir ákvörðunina persónulega; hún finni að nú sé rétti tíminn til að snúa sér að öðru. Mikil ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar vegna lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum undanfarin misseri og hefur verið boðað til landsfundar þann 4. júní næstkomandi. Í tengslum við fundinn mun fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan formann flokksins, komi fram ósk um það, eins og segir á vef Samfylkingarinnar. Orðsendingu Katrínar til félaga sinna í Samfylkingunni má sjá í heild sinni hér að neðan:Kæru félagar,spennandi og krefjandi tímar eru framundan hjá okkur sósíaldemókrötum á Íslandi. Stærsta verkefnið er að mynda samhenta sveit sem tryggir sterka rödd jöfnuðar, réttlætis, gagnsæis og frelsis í pólitískri umræðu og aðgerðum.Í yfir 20 ár hefur hreyfing jafnaðarmanna treyst mér fyrir ólíkum verkefnum, þar af hafið þið falið mér það mikilvæga verkefni að sitja á Alþingi Íslendinga sl. 13 ár. Þar hef ég á hverjum degi lagt mig fram um að gera mitt allra besta í mörgum ólíkum hlutverkum; í störfum nefnda, í forystu iðnaðarnefndar, í forystu EFTA/EES þingmannanefndarinnar ásamt því að gegna embætti iðnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.Um leið og ég þakka ykkur fyrir þetta traust sem þið hafið sýnt mér, finnst mér mikilvægt að deila með ykkur ákvörðun sem ég hef tekið.Mörg ykkar hafið skorað á mig undanfarið að sækjast eftir frekara forystuhlutverki í okkar hreyfingu nú á þessu vori og fyrir það traust og þá vináttu sem þið sýnið mér er ég afar þakklát. Ég hef hinsvegar tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurkjöri í næstu alþingiskosningum og þar af leiðandi mun ég ekki bjóða fram krafta mína til frekari forystustarfa fyrir Samfylkinguna. Ákvörðun mín um að þetta verði mitt síðasta kjörtímabil sem ykkar fulltrúi á þingi er persónuleg, ég finn að nú er rétti tíminn til að snúa mér að öðru. Á sama tíma og ég mun sakna samstarfsins við ykkur þá er ég líka spennt fyrir framtíðarævintýrum. Ég er lánsöm. Á fallega fjölskyldu, elska lífið og ætla að halda áfram að grípa ný og spennandi tækifæri með báðum höndum.Ný flott kynslóð stjórnmálamanna á öllum aldri bankar nú á dyrnar. Þeim eigum við að fagna og treysta til að bera kyndil hugsjóna okkar inn í nýja tíma. Vil ég jafnframt nota þetta tækifæri til að hvetja ungt fólk til að láta til sín taka í stjórnmálum og móta þannig framtíðina við hlið reynsluboltanna.Þetta er ekki kveðjubréf - það kemur þegar ég læt af störfum:)Látum komandi misseri einkennast af gerjun og kraumandi umræðu um hugmyndir og framtíðarlausnir á verkefnunum sem við blasa.Hlakka til að taka þátt í því með ykkur!Ykkar,Katrín
Alþingi Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Mikill titringur í þingflokki Samfylkingarinnar Játningar formanns Samfylkingarinnar leggjast illa í flesta þingmenn Samfylkingarinnar og þeir gagnrýna formanninn fyrir skort á samráði. 12. febrúar 2016 19:00 Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Árni Páll: Mistökin allt ábendingar frá flokksmönnum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. 14. febrúar 2016 12:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21
Mikill titringur í þingflokki Samfylkingarinnar Játningar formanns Samfylkingarinnar leggjast illa í flesta þingmenn Samfylkingarinnar og þeir gagnrýna formanninn fyrir skort á samráði. 12. febrúar 2016 19:00
Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Árni Páll Árnason segir Samfylkinguna hafa gert fjölmörg mistök allt frá ríkisstjórnarþátttöku 2007 án þess að gangast við þeim og gera þau upp. 11. febrúar 2016 18:57
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19
Árni Páll: Mistökin allt ábendingar frá flokksmönnum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. 14. febrúar 2016 12:45