Árni Páll: Mistökin allt ábendingar frá flokksmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. febrúar 2016 12:45 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. Árni Páll var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bréf hans til flokksmanna, þar sem hann leitast við útskýra fylgistap flokksins, hefur vakið mikla athygli og kom þingmönnum flokksins í opna skjöldu. Í bréfinu er farið yfir ætluð mistök Samfylkingarinnar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili í stjórnarskrármálinu, ESB-málinu, þ.e. að leita ekki eftir breiðum stuðningi þjóðarinnar áður en lagt var af stað í aðildarferlið, Iceave-málinu og málefnum skuldsettra heimila, svo eitthvað sé nefnt. Árni Páll segir að öll þau atriði sem þarna séu reifuð hafi komið eftir ábendingar frá almennum flokksmönnum, bæði í gegnum tölvupóst og á fundum hans með aðildarfélögum Samfylkingarinnar vítt og breitt um landið. „Ég lista mistök sem komu í veg fyrir að við kæmum stórum málum í höfn en ég er ekki að biðjast afsökunar á tilvist Samfylkingarinnar, afrekum hennar eða stefnu. Langt því frá. Ég einfaldlega að lista þau atriði sem hafa komið upp. Þetta hefur verið að koma til mín allt þetta kjörtímabil. Ég sendi póst á flokksmenn eftir kosningaósigurinn og bað fólk um að senda mér bréf með greiningum sínum á orsökum ófaranna. Þetta er afrakstur þess. Allt sem þarna er listað þar. Þetta er það sem við höfum fengið að heyra á fundum. Ég hef haldið fundi á tæplega 50 stöðum vítt og breitt um landið á undanförnum misserum. Þetta eru hlutirnir sem menn rekja sem ástæður þess að fólk treysti okkur ekki,“ sagði Árni Páll. Umboðið veikt Árni Páll hefur sjálfur sagt að umboð hans sé veikt en hann sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins einu atkvæði í óvæntu formannskjöri á aukalandsfundi í fyrra. Í því máli kom Sigríður Ingibjörg aftan að Árna Páli enda hafði hann enga vitneskju haft um framboð hennar nema síðasta sólarhringinn fyrir fundinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði af því tilefni að framboð Sigríðar Ingibjargar hafi verið misráðið og hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa. Landsfundur Samfylkingarinnar verður 4. júní næstkomandi. Í aðdraganda hans verður allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör formanns. Árni Páll hefur ekki gefið út hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Aðrir kandídatar sem hafa verið nefndir eru Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Össur færi ekki í formanninn og byggði það á heimildum. Helgi Hjörvar er undir feldi. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að bréf hans til flokksmanna þar sem tíundaðar eru mögulegar ástæður fylgistaps flokksins sé afrakstur ábendinga sem honum hafi borist frá almennum flokksmönnum bæði bréflega og á fundum vítt og breitt um landið. Árni Páll var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bréf hans til flokksmanna, þar sem hann leitast við útskýra fylgistap flokksins, hefur vakið mikla athygli og kom þingmönnum flokksins í opna skjöldu. Í bréfinu er farið yfir ætluð mistök Samfylkingarinnar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili í stjórnarskrármálinu, ESB-málinu, þ.e. að leita ekki eftir breiðum stuðningi þjóðarinnar áður en lagt var af stað í aðildarferlið, Iceave-málinu og málefnum skuldsettra heimila, svo eitthvað sé nefnt. Árni Páll segir að öll þau atriði sem þarna séu reifuð hafi komið eftir ábendingar frá almennum flokksmönnum, bæði í gegnum tölvupóst og á fundum hans með aðildarfélögum Samfylkingarinnar vítt og breitt um landið. „Ég lista mistök sem komu í veg fyrir að við kæmum stórum málum í höfn en ég er ekki að biðjast afsökunar á tilvist Samfylkingarinnar, afrekum hennar eða stefnu. Langt því frá. Ég einfaldlega að lista þau atriði sem hafa komið upp. Þetta hefur verið að koma til mín allt þetta kjörtímabil. Ég sendi póst á flokksmenn eftir kosningaósigurinn og bað fólk um að senda mér bréf með greiningum sínum á orsökum ófaranna. Þetta er afrakstur þess. Allt sem þarna er listað þar. Þetta er það sem við höfum fengið að heyra á fundum. Ég hef haldið fundi á tæplega 50 stöðum vítt og breitt um landið á undanförnum misserum. Þetta eru hlutirnir sem menn rekja sem ástæður þess að fólk treysti okkur ekki,“ sagði Árni Páll. Umboðið veikt Árni Páll hefur sjálfur sagt að umboð hans sé veikt en hann sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með aðeins einu atkvæði í óvæntu formannskjöri á aukalandsfundi í fyrra. Í því máli kom Sigríður Ingibjörg aftan að Árna Páli enda hafði hann enga vitneskju haft um framboð hennar nema síðasta sólarhringinn fyrir fundinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði af því tilefni að framboð Sigríðar Ingibjargar hafi verið misráðið og hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa. Landsfundur Samfylkingarinnar verður 4. júní næstkomandi. Í aðdraganda hans verður allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör formanns. Árni Páll hefur ekki gefið út hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Aðrir kandídatar sem hafa verið nefndir eru Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Össur færi ekki í formanninn og byggði það á heimildum. Helgi Hjörvar er undir feldi.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira