Árni Páll: „Fólk treystir ekki þeim sem henda einum fyrir ljónin og hlaupa burt“ Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2016 18:57 Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi gert fjölmörg mistök allt frá því að hann fór í ríkisstjórn árið 2007, án þess að hafa gengist við þeim eða gert þau upp í samskiptum við þjóðina. Hann kallar eftir ítarlegu samtali innan flokksins áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram til formennsku. Eftir að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað í gær að flýta landsfundi og formannskjöri biðu margir viðbragða formannsins, sem í dag sendi öllum félögum í flokknum bréf. Þar segir hann að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verði formaður ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig, ekki verði tekið á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu. Flokkurinn geti verið stoltur af fjölmörgu í verkum sínum í ríkisstjórn eftir hrun. En þrátt það ekki notið góðra verka í síðustu Alþingiskosningum. „Og þegar svo er verða menn að horfa á hvað það er nákvæmlega sem er að koma í veg fyrir það. Ég held að það sé vegna þess að það séu ákveðnir þættir sem okkur tókst ekki vel til með,“ segir Árni Páll í viðtali við fréttastofu. Í bréfinu segir hann að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika, sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir formaðurinn orðrétt í bréfinu. Þrátt fyrir góð verk hafi flokkurinn gert ýmis mistök allt frá því hann gekk í ríkisstjórn árið 2007. Þá hafi hann gengið inn í valdakerfi gömlu flokkanna, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar.En þú sem leiðtogi flokksins, hlýtur þú ekki að bera ábyrgð á einhverjum þessara mistaka?„Ó jú. Ég sat líka í ríkisstjórn og ber ábyrgð á því sem þar gerðist,“ segir Árni Páll. Í bréfinu nefnir hann meðal annars þessi mistök: Flokkurinn hafi misst náið samband sitt við verkalýðshreyfinguna og talsamband við atvinnulífið. Stutt samning um Icesave sem ekki hafi varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mælt gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um samningana. Byggt aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður. Og þegar fólk var að drukkna í skuldafeni hafi flokkurinn í of ríkum mæli tekið að sér að útskýra hvers vegna fólk ætti að borga skuldir sínar. í stað þess að taka stöðu með fólki gegn fjármálakerfi. „Ég er heldur ekki að kalla eftir því að við finnum sökudólg. Ég er að kalla eftir því að við öxlum félagslega ábyrgð,“ segir formaðurinn í samtali við fréttamann. „Ég held að fólk treysti ekki fólki sem kasti einum fyrir ljónin, hlaupi svo burt og haldi að það sé hólpið. Við gerðum mistök, við skiljum það. Við ætlum að passa að þau endurtaki sig ekki,“ segir Árni Páll Árnason. Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi gert fjölmörg mistök allt frá því að hann fór í ríkisstjórn árið 2007, án þess að hafa gengist við þeim eða gert þau upp í samskiptum við þjóðina. Hann kallar eftir ítarlegu samtali innan flokksins áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram til formennsku. Eftir að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákvað í gær að flýta landsfundi og formannskjöri biðu margir viðbragða formannsins, sem í dag sendi öllum félögum í flokknum bréf. Þar segir hann að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verði formaður ef Samfylkingin horfist ekki í augu við sjálfa sig, ekki verði tekið á rót vandans með mannfórn, án heiðarlegrar umræðu um orsakir þessarar stöðu. Flokkurinn geti verið stoltur af fjölmörgu í verkum sínum í ríkisstjórn eftir hrun. En þrátt það ekki notið góðra verka í síðustu Alþingiskosningum. „Og þegar svo er verða menn að horfa á hvað það er nákvæmlega sem er að koma í veg fyrir það. Ég held að það sé vegna þess að það séu ákveðnir þættir sem okkur tókst ekki vel til með,“ segir Árni Páll í viðtali við fréttastofu. Í bréfinu segir hann að flokkurinn búi við alvarlegan skort á trúverðugleika, sem komi í veg fyrir að fólk styðji flokkinn. „Við verðum að viðurkenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum,“ segir formaðurinn orðrétt í bréfinu. Þrátt fyrir góð verk hafi flokkurinn gert ýmis mistök allt frá því hann gekk í ríkisstjórn árið 2007. Þá hafi hann gengið inn í valdakerfi gömlu flokkanna, án þess að gera kröfu um grundvallarbreytingar.En þú sem leiðtogi flokksins, hlýtur þú ekki að bera ábyrgð á einhverjum þessara mistaka?„Ó jú. Ég sat líka í ríkisstjórn og ber ábyrgð á því sem þar gerðist,“ segir Árni Páll. Í bréfinu nefnir hann meðal annars þessi mistök: Flokkurinn hafi misst náið samband sitt við verkalýðshreyfinguna og talsamband við atvinnulífið. Stutt samning um Icesave sem ekki hafi varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mælt gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um samningana. Byggt aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildarviðræður. Og þegar fólk var að drukkna í skuldafeni hafi flokkurinn í of ríkum mæli tekið að sér að útskýra hvers vegna fólk ætti að borga skuldir sínar. í stað þess að taka stöðu með fólki gegn fjármálakerfi. „Ég er heldur ekki að kalla eftir því að við finnum sökudólg. Ég er að kalla eftir því að við öxlum félagslega ábyrgð,“ segir formaðurinn í samtali við fréttamann. „Ég held að fólk treysti ekki fólki sem kasti einum fyrir ljónin, hlaupi svo burt og haldi að það sé hólpið. Við gerðum mistök, við skiljum það. Við ætlum að passa að þau endurtaki sig ekki,“ segir Árni Páll Árnason.
Tengdar fréttir Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21 Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Árni Páll segir mannfórnir ekki bjarga Samfylkingunni Aðildarumsókn að ESB byggð á baktjaldasamkomulagi og Icesave samninginn ekki hafa varið ítrustu hagsmuni þjóðarinnar. 11. febrúar 2016 16:21
Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem ákveðið verður hvort flýta á landsfundi og formannskjöri. 10. febrúar 2016 14:38
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst formlega í apríl Ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu og formannsframboð í Samfylkingunni þurfa að koma fram fyrir miðjan apríl. 11. febrúar 2016 13:19