Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Bjarki Ármannsson skrifar 15. apríl 2016 12:58 Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. Vísir/Ernir Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“ Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25