Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 06:30 Dagný Brynjarsdóttir í landsleik á móti Slóvakíu. Vísir/Anton Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30
Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45