Eiður Smári: Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 08:22 Eiður Smári í leiknum gegn Mjöndalen í gær. mynd/moldefk.no Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði með Molde í fyrsta sinn í gær þegar norska liðið gerði 3-3 jafntefli við Mjöndalen í æfingaleik. Fram kemur á vef Aftenbladet að Eiður Smári hafi sýnt brot af því góða sem hann getur fært Molde í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en hann virkar þungur og á enn langt í land með að komast í leikform. „Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn. Það er ekkert óeðlilegt fyrst ég er svo langt á eftir öðrum í leikformi,“ segir Eiður Smári í viðtali við Aftenbladet.no. „Það mikilvæga er að finna jafnvægi í æfingaskipulaginu. Það má ekki vera of lítið og ekki of mikið. Ég geri vanalega aðeins meira en hinir leikmennirnir, hvort sem það er í líkamsræktarsalnum eða fer út að hlaupa.“ Eiður segir að leikurinn gegn Mjöndalen hafi verið eins og hefðbundinn æfingaleikur sem er auðvitað ekki líkur leik í efstu deild. „Aðalatriðið fyrir mig er bara að spila heilan leik og læra inn á samherja mína og þeirra hreyfingar. Ég hugsa ekkert svo mikið um hvernig ég stóð mig eða liðið. Aðalatriðið er bara að komast í gegnum leikinn meiðslalaus,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Molde hefur leik í norsku úrvalsdeildinni á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum í Tromsö sunnudaginn 13. mars. Eiður Smári spilaði fyrir aftan framherjann Fredrik Gullbrandsen í æfignaleiknum í gær og segir á vef Aftenbladet að það sé ekki ólíkleg uppstilling í fyrsta leik liðsins. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Alfreð á stall með Eiði Smára Landsliðsframherjinn jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsen með sínu fyrsta marki fyrir Augsburg í Þýskalandi. 29. febrúar 2016 09:00 Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30 Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði með Molde í fyrsta sinn í gær þegar norska liðið gerði 3-3 jafntefli við Mjöndalen í æfingaleik. Fram kemur á vef Aftenbladet að Eiður Smári hafi sýnt brot af því góða sem hann getur fært Molde í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en hann virkar þungur og á enn langt í land með að komast í leikform. „Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn. Það er ekkert óeðlilegt fyrst ég er svo langt á eftir öðrum í leikformi,“ segir Eiður Smári í viðtali við Aftenbladet.no. „Það mikilvæga er að finna jafnvægi í æfingaskipulaginu. Það má ekki vera of lítið og ekki of mikið. Ég geri vanalega aðeins meira en hinir leikmennirnir, hvort sem það er í líkamsræktarsalnum eða fer út að hlaupa.“ Eiður segir að leikurinn gegn Mjöndalen hafi verið eins og hefðbundinn æfingaleikur sem er auðvitað ekki líkur leik í efstu deild. „Aðalatriðið fyrir mig er bara að spila heilan leik og læra inn á samherja mína og þeirra hreyfingar. Ég hugsa ekkert svo mikið um hvernig ég stóð mig eða liðið. Aðalatriðið er bara að komast í gegnum leikinn meiðslalaus,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Molde hefur leik í norsku úrvalsdeildinni á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum í Tromsö sunnudaginn 13. mars. Eiður Smári spilaði fyrir aftan framherjann Fredrik Gullbrandsen í æfignaleiknum í gær og segir á vef Aftenbladet að það sé ekki ólíkleg uppstilling í fyrsta leik liðsins.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Alfreð á stall með Eiði Smára Landsliðsframherjinn jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsen með sínu fyrsta marki fyrir Augsburg í Þýskalandi. 29. febrúar 2016 09:00 Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30 Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Sjá meira
Alfreð á stall með Eiði Smára Landsliðsframherjinn jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsen með sínu fyrsta marki fyrir Augsburg í Þýskalandi. 29. febrúar 2016 09:00
Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08
Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45
Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30
Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19