Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2016 20:00 Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00