Erlent

Kynjamisrétti í kennslubókum

Daníel Freyr Birkisson skrifar
UNESCO bendir á kynjamisrétti í kennslubókum.
UNESCO bendir á kynjamisrétti í kennslubókum. Mynd/GettyImages
Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bendir á í nýútgefinni skýrslu að neikvæðar staðalímyndir kynjanna grafi undan menntun stúlkna. Þetta kemur fram á BBC.

Bendir stofnunin á það að alltof oft séu kvenkyns fyrirmyndir sýndar á einfaldan hátt. Þetta sé hindrun í átt að jafnrétti kynjanna.

Undanfarin ár hefur UNESCO barist fyrir menntun milljóna ungra barna sem ekki hafa aðgang að skóla. Líklegasti hópurinn til þess að njóta ekki þessara réttinda eru ungar stúlkur í þróunarlöndum.

Þetta sé til að mynda vegna þess hvernig kvenkyns persónur í kennslubókum eru birtar. Þessar staðalímyndir skerða framavæntingar ungra stúlkna.

Í Afríku og Asíu eru dæmi um það í kennslubókum að karlar séu sýndir í hlutverkum viðskiptamanna, búðareigenda, verkfræðinga, vísindamanna og stjórnmálamanna, á meðan konur eru oftast látnar sjá um eldamennsku og umönnun barna.

Vandamál þetta birtist einna helst í kennslubókum í vísindum og stærðfræði, en tölfræðin þar er á þann veg að einungis ein af hverjum tuttugu persónum slíkra kennslubóka sé kvenkyns.Fátækt ýti undir kynjamisrétti

Samhliða þessari skýrslu UNESCO, sem birt var í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna, var birt önnur skýrsla sem bendir á það að fátækt ýti undir kynjamisrétti.

Sú skýrsla bendir á það að sé hálfur milljarður kvenna um heim allan sem ekki kunna að lesa.

Auk þess voru tekin fyrir tíu lönd þar sem erfiðast þykir að vera ung stúlka. Þetta var byggt á aðgangi að heilbrigðiskerfi, fjárhagslegum tækifærum og möguleika á frama á sviði stjórnmála.

Löndin tíu sem um ræðir eru eftirfarandi: Níger, Sómalía, Malí, Mið-Afríkulýðveldið, Jemen, Afghanistan, Fílabeinsströndin, Tsjad, Kómoreyjar og Austur-Kongó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.