Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:00 Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. Vísir/Getty/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32