Fá bætur vegna flugsins sem endaði í Amsterdam Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:00 Farþegar sem ferðuðust á vegum Vita með beinu flugi til Parísar en enduðu í Amsterdam fá bætur vegna þeirra óþæginda sem þeir urðu fyrir. Vísir/Getty/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Ferðaskrifstofan Vita mun greiða 400 evrur, um 54 þúsund krónur, til farþega vélarinnar sem á leið sinni til Parísar fyrir leik Íslands og Frakklands á EM lenti óvænt í Amsterdam. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Vita, skipuleggjandi ferðarinnar, sendi á farþega vélarinnar í gær. Er fjárhæðinni ætlað að bæta fyrir þau óþægindi sem farþegar hafi orðið fyrir.Segja má að farþegar vélarinnar hafi vaðið eld og brennistein til þess að komast á áætlunarstað, leik Íslands og Frakklands á EM í París.Sjá einnig: 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til ParísarEftir að vélinni seinkaði um þrjá tíma vegna rýmingar Leifsstöðvar kom í ljós að vélin hafði ekki lendingarleyfi á áætluðum lendingarstað um 150 kílómetrum utan við París. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT Farþegum var því tilkynnt að lenda þyrfti í Amsterdam og þaðan tók við átta tíma rútuferð til Parísar. Í tölvupóstinum til farþega kemur fram að vegna þeirrar seinkunar sem orðið hafi á brottför frá Keflavík hafi flugvélin misst lendingarleyfi sitt á þeim flugvelli sem áætlað var að lenda á.Vita hafi reynt að komast inn á aðra flugvelli í Norður-Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg án árangurs. Því hafi eini kosturinn í stöðunni verið að lenda í Amsterdam. Jafnframt segir í tölvupósti Vita til farþega að þrátt fyrir að erlendur flugrekandi hafi borið ábyrgð á fluginu frá Keflavík og að Vita hafi ekki haft stjórn á þeim aðstæðum sem urðu til þess að fluginu seinkaði hafi verið ákveðið að greiða farþegum fyrrgreinda upphæð til þess að bæta upp fyrir þau óþægindi sem þeir hafi orðið fyrir.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir 180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Sautján klukkustunda ferðalag fyrir fótboltaleik, en þvílíkan fótboltaleik. 3. júlí 2016 12:32