Kraftur úr óvæntri átt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 06:00 Arnór Ingvi Traustason sést hér skora sigurmark sitt á móti Austurríki. Vísir/Getty Það var ekki lítill þáttur sem varamennirnir áttu í 2-1 sigri Íslands á Austurríki þegar liðin mættust á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, á miðvikudagskvöldið. Íslenska þjóðin sameinaðist í siguröskri á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins þegar Arnór Ingvi Traustason náði að koma boltanum í netið eftir sendingu Theodórs Elmars Bjarnasonar. Báðir voru varamenn í leiknum, rétt eins og Sverrir Ingi Ingason. Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson ákváðu því að stóla á unga og fríska fætur í þessum aðstæðum. Aðrir kostir voru til að mynda reynsluboltarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson sem komu báðir inn á í leiknum gegn Ungverjalandi.Hrikalega stoltir „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og átti þá við alla leikmenn íslenska landsliðshópsins. Hann lofaði hugarfar leikmannanna, sem sást best á þeim þremur sem komu inn á. „Þeir voru „kúl“ og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn.“Báðir jafn þreyttir Þreytumerkin voru augljós á íslenska liðinu enda hefur byrjunarlið Íslands verið eins alla keppnina hingað til og svo sem ekki útlit fyrir að það muni endilega breytast fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag. „Þeir sem komu inn á í leiknum í gær komu inn með kraft og voru klókir. Ég verð að hrósa öllum leikmönnunum, þeir vörðust vel allan leikinn og tóku vel á því frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Lagerbäck í gær. Sóknarmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru báðir af velli í leiknum. Lagerbäck sagði að Jón Daði hefði farið fyrr af velli til að halda Kolbeini inn á eins lengi og mögulegt er. „Kolbeinn er mjög mikilvægur í að verjast föstum leikatriðum því hann getur unnið skallaeinvígin. En þetta var 50-50 ákvörðun því þeir voru báðir jafn þreyttir,“ sagði Lagerbäck og brosti.Fyrstu mótsleikirnir Það má sjá hér að neðan hversu góð áhrif varamennirnir þrír höfðu á leik íslenska liðsins eftir innkomu þeirra. Þeir voru aðeins búnir að spila í samtals fjórar mínútur og 53 sekúndur áður en það kom að leiknum á Stade de France en þess ber einnig að geta að Arnór Ingvi og Sverrir Ingi voru að spila sína fyrstu mótsleiki. Þeir höfðu aðeins áður komið við sögu í vináttulandsleikjum. En þeir sýndu að þeir geta vel staðist álagið sem fylgir því að spila á stóra sviðinu og það gæti reynst dýrmætt í leiknum mikilvæga gegn Englandi í Nice á mánudag.Grafík/Silja Ástþórsdóttir EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira
Það var ekki lítill þáttur sem varamennirnir áttu í 2-1 sigri Íslands á Austurríki þegar liðin mættust á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, á miðvikudagskvöldið. Íslenska þjóðin sameinaðist í siguröskri á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins þegar Arnór Ingvi Traustason náði að koma boltanum í netið eftir sendingu Theodórs Elmars Bjarnasonar. Báðir voru varamenn í leiknum, rétt eins og Sverrir Ingi Ingason. Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson ákváðu því að stóla á unga og fríska fætur í þessum aðstæðum. Aðrir kostir voru til að mynda reynsluboltarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson sem komu báðir inn á í leiknum gegn Ungverjalandi.Hrikalega stoltir „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og átti þá við alla leikmenn íslenska landsliðshópsins. Hann lofaði hugarfar leikmannanna, sem sást best á þeim þremur sem komu inn á. „Þeir voru „kúl“ og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn.“Báðir jafn þreyttir Þreytumerkin voru augljós á íslenska liðinu enda hefur byrjunarlið Íslands verið eins alla keppnina hingað til og svo sem ekki útlit fyrir að það muni endilega breytast fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag. „Þeir sem komu inn á í leiknum í gær komu inn með kraft og voru klókir. Ég verð að hrósa öllum leikmönnunum, þeir vörðust vel allan leikinn og tóku vel á því frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Lagerbäck í gær. Sóknarmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru báðir af velli í leiknum. Lagerbäck sagði að Jón Daði hefði farið fyrr af velli til að halda Kolbeini inn á eins lengi og mögulegt er. „Kolbeinn er mjög mikilvægur í að verjast föstum leikatriðum því hann getur unnið skallaeinvígin. En þetta var 50-50 ákvörðun því þeir voru báðir jafn þreyttir,“ sagði Lagerbäck og brosti.Fyrstu mótsleikirnir Það má sjá hér að neðan hversu góð áhrif varamennirnir þrír höfðu á leik íslenska liðsins eftir innkomu þeirra. Þeir voru aðeins búnir að spila í samtals fjórar mínútur og 53 sekúndur áður en það kom að leiknum á Stade de France en þess ber einnig að geta að Arnór Ingvi og Sverrir Ingi voru að spila sína fyrstu mótsleiki. Þeir höfðu aðeins áður komið við sögu í vináttulandsleikjum. En þeir sýndu að þeir geta vel staðist álagið sem fylgir því að spila á stóra sviðinu og það gæti reynst dýrmætt í leiknum mikilvæga gegn Englandi í Nice á mánudag.Grafík/Silja Ástþórsdóttir
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira