Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 11:00 Frá blaðamannafundinum í Annecy í morgun. Vísir/Vilhelm Uppselt er orðið á viðureign Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Nice á mánudaginn. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á vellinum en ljóst er að miklu fleiri hafa áhuga á að vera viðstaddir. Það gerist hins vegar ekki úr þessu nema í tilfelli þeirra sem kaupa miða af þriðja aðila á uppsprengdu verði. Theodór Elmar Bjarnason var spurður að því á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvort strákarnir finndu fyrir áhuga á miðum frá vinum og kunningjum. Fyrirspurnum um miða. „Þetta hefur verið pínu áreiti,“ sagði Elmar við blaðamenn í dag. „Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða. Aðrir verða því miður bara að reyna að bjarga sjálfu sér,“ sagði Elmar. „Það er að sjálfsögðu leiðinlegt hvað Íslendingar náðu að kaupa fáa miða. Vonandi er þeta góður hópur af Íslendingum sem fékk þessa miða.“ Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United á Englandi, sagði í ævisögu sinni að stærsti hausverkurinn á tíma sínum hjá þeim rauðklæddu hefði verið pressan frá æskuvinum á Írlandi að redda sér miðum. Hann upplýsti að oftar en ekki þurfti hann einfaldlega að kaupa miða á uppsprengdu verði til að bregðast ekki vinum sínum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Uppselt er orðið á viðureign Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Nice á mánudaginn. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á vellinum en ljóst er að miklu fleiri hafa áhuga á að vera viðstaddir. Það gerist hins vegar ekki úr þessu nema í tilfelli þeirra sem kaupa miða af þriðja aðila á uppsprengdu verði. Theodór Elmar Bjarnason var spurður að því á blaðamannafundi í Annecy í morgun hvort strákarnir finndu fyrir áhuga á miðum frá vinum og kunningjum. Fyrirspurnum um miða. „Þetta hefur verið pínu áreiti,“ sagði Elmar við blaðamenn í dag. „Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða. Aðrir verða því miður bara að reyna að bjarga sjálfu sér,“ sagði Elmar. „Það er að sjálfsögðu leiðinlegt hvað Íslendingar náðu að kaupa fáa miða. Vonandi er þeta góður hópur af Íslendingum sem fékk þessa miða.“ Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United á Englandi, sagði í ævisögu sinni að stærsti hausverkurinn á tíma sínum hjá þeim rauðklæddu hefði verið pressan frá æskuvinum á Írlandi að redda sér miðum. Hann upplýsti að oftar en ekki þurfti hann einfaldlega að kaupa miða á uppsprengdu verði til að bregðast ekki vinum sínum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira