Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 00:00 Það er von að þeir spyrji. Vísir/Getty Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15