Lagerbäck: Öfunda ekki Portúgal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2016 14:15 Lars Lagerbäck á æfingunni í dag. Vísir/Getty Það var létt yfir Lars Lagerbäck í sumarhitanum í Annecy í gær en íslenska landsliðið hafði þá nýlokið æfingu sinni á æfingasvæðinu í bænum. Þar með hófst formlegur undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á EM á mánudag. Það sæti var tryggt eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í gær. „Þetta var skref fram á við,“ sagði Lagerbäck um leikinn í gær. „Það sem við höfum gert vel allt mótið var áfram got thjá okkur og hvað sóknarleikinn varðar þá var framför í honum hjá okkur.“ Sjá einnig: Heimir: Menn voru bara að missa sig Hann segir að leikurinn hafi byrjað vel en þegar strákarnir hafi komist yfir hafi liðið fallið í of djúpan varnarleik. „Þá varð erfitt fyrir okkur að halda boltanu. En þær skiptingar sem við gerðum komu með meiri kraft og þeir leikmenn voru klókir. Ég verð þó að hrósa öllum leikmönnum okkar. Þeir stóðu sig virkilega vel allan leikinn.“ Austurríki stillti upp með þriggja manna vörn í upphafi leiks sem kom mörgum á óvart. Ísland komst þá yfir og Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, breytti í 4-3-3 í seinni hálfleik. Það bar góðan árangur þar sem að Austurríki spilaði sinn besta hálfleik á mótinu, náði að jafna metin og setja mikla pressu á íslensku vörnina. Sjá einnig: Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað „Sú breyting sem gerð var í hálfleik kom mér ekki á óvart. Það getur allt gerst í fótbolta og þeir urðu að sækja annað mark. Enda kom meiri kraftur í sóknina hjá þeim.“ Sigurmark Arnór Ingva Traustasonar í lokin þýðir að Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitunum og spilar ekki fyrr en á mánudag. Til samanburðar má nefna að Portúgal, sem hafnaði í þriðja sæti F-riðils, spilar við Króatíu á laugardag. „Ég öfunda Portúgal alls ekki. Það er í raun ekki hægt að meta hversu dýrmætt það er að fá auka tvo daga í hvíld. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Lagerbäck var mikið spurður af erlendum fjölmiðlamönnum um íslenska ævintýrið og hversu langt Ísland getur farið á mótinu. „Það er erfitt að segja. Þetta er sama klisjan og alltaf. Nú einbeitum við okkur að Englandi og leikmenn fara í endurheimt. En við munum reyna að vinna leikinn. Ég hef alltaf sagt að það sé raunhæfur möguleiki að vinna hvern sem er. Hversu stór hann er veit svo enginn.“ „Englendingar eru með gott lið og miðað við það sem ég hef séð af þeim hafa þeir helst verið í vandræðum með að nýta færin sín.“ Og hann er viss um að íslenska landsliðið getur valdið því enska vandræðum. „Hversu miklum verður bara að koma í ljós. Við munum allavega reyna.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Það var létt yfir Lars Lagerbäck í sumarhitanum í Annecy í gær en íslenska landsliðið hafði þá nýlokið æfingu sinni á æfingasvæðinu í bænum. Þar með hófst formlegur undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á EM á mánudag. Það sæti var tryggt eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í gær. „Þetta var skref fram á við,“ sagði Lagerbäck um leikinn í gær. „Það sem við höfum gert vel allt mótið var áfram got thjá okkur og hvað sóknarleikinn varðar þá var framför í honum hjá okkur.“ Sjá einnig: Heimir: Menn voru bara að missa sig Hann segir að leikurinn hafi byrjað vel en þegar strákarnir hafi komist yfir hafi liðið fallið í of djúpan varnarleik. „Þá varð erfitt fyrir okkur að halda boltanu. En þær skiptingar sem við gerðum komu með meiri kraft og þeir leikmenn voru klókir. Ég verð þó að hrósa öllum leikmönnum okkar. Þeir stóðu sig virkilega vel allan leikinn.“ Austurríki stillti upp með þriggja manna vörn í upphafi leiks sem kom mörgum á óvart. Ísland komst þá yfir og Marcel Koller, landsliðsþjálfari Austurríkis, breytti í 4-3-3 í seinni hálfleik. Það bar góðan árangur þar sem að Austurríki spilaði sinn besta hálfleik á mótinu, náði að jafna metin og setja mikla pressu á íslensku vörnina. Sjá einnig: Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað „Sú breyting sem gerð var í hálfleik kom mér ekki á óvart. Það getur allt gerst í fótbolta og þeir urðu að sækja annað mark. Enda kom meiri kraftur í sóknina hjá þeim.“ Sigurmark Arnór Ingva Traustasonar í lokin þýðir að Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitunum og spilar ekki fyrr en á mánudag. Til samanburðar má nefna að Portúgal, sem hafnaði í þriðja sæti F-riðils, spilar við Króatíu á laugardag. „Ég öfunda Portúgal alls ekki. Það er í raun ekki hægt að meta hversu dýrmætt það er að fá auka tvo daga í hvíld. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Lagerbäck var mikið spurður af erlendum fjölmiðlamönnum um íslenska ævintýrið og hversu langt Ísland getur farið á mótinu. „Það er erfitt að segja. Þetta er sama klisjan og alltaf. Nú einbeitum við okkur að Englandi og leikmenn fara í endurheimt. En við munum reyna að vinna leikinn. Ég hef alltaf sagt að það sé raunhæfur möguleiki að vinna hvern sem er. Hversu stór hann er veit svo enginn.“ „Englendingar eru með gott lið og miðað við það sem ég hef séð af þeim hafa þeir helst verið í vandræðum með að nýta færin sín.“ Og hann er viss um að íslenska landsliðið getur valdið því enska vandræðum. „Hversu miklum verður bara að koma í ljós. Við munum allavega reyna.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45 Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
Sólarvörn í sólarsamba á æfingu strákanna í Annecy | Myndir Sólin brosti við íslenska liðinu er það mætti á æfingu í Annecy í dag. 23. júní 2016 11:45
Heimir: Ætla ekki að svara sömu tannlæknaspurningunni 18 sinnum Íslenska landsliðið neyðist til að takmarka aðgengi fjölmiðlamanna fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 12:20
EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48
Heimir: Menn voru bara að missa sig Leikmenn, þjálfarar og starfslið Íslands missti sig úr gleði þegar strákarnir skoruðu sigurmarkið gegn Austurríki. 23. júní 2016 12:45