Skrefi nær draumastarfinu með góðri hjálp Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar: „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2016 22:46 Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum. Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum.
Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00