Skrefi nær draumastarfinu með góðri hjálp Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar: „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2016 22:46 Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum. Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum.
Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00