Skrefi nær draumastarfinu með góðri hjálp Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar: „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2016 22:46 Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum. Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Kona á sextugsaldri, sem hafði verið djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu mestallt sitt líf, er nú við það að fá draum sinn uppfylltan og útskrifast sem viðurkenndur bókari. Hún segir námið hafa bjargað lífi sínu og horfir björtum augum til framtíðar. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar hóf í dag sölu á fjölnota pokum með mynd af Mæðradagsblóminu. Pokarnir verða seldir um allt land en allur ágóði af sölunni rennur í menntunarsjóð sem styrkir tekjulágar konur til menntunar. Frá stofnun sjóðsins árið 2012 hafa verið veittir um 100 styrkir til um 70 kvenna. Ásta Kristmundsdóttir er ein þeirra en líf hennar hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum, en hún var bæði heimilislaus og í mikilli fíkniefnaneyslu. Stöð tvö heimsótti Ástu fyrir um ári síðan en þá var hún í námi á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. „Ég dúxaði úr því námi. Stefna mín var alltaf á að taka nám í viðurkenndum bókara svo að ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og bað menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um að styrkja mig áfram til náms. Ég fór í Endurmenntun Háskóla Íslands í viðurkenningu bókara,“ segir Ásta þegar Stöð 2 heimsótti hana á nýjan leik. Ásta, sem er 51 árs og hefur verið edrú í fimm ár, er nú einu prófi frá því að vera viðurkenndur bókari. „Þetta er búið að bjarga lífi mínu algjörlega. Það er svo rosalega mikilvægt að fólk, og þá sérstaklega konur, viti það að þó að þær séu búnar að vera heimavinnandi í mörg, mörg ár og hafi flosnað upp úr námi, að það séu til úrræði til þess að komast í nám og að maður geti lært. Það gefur manni svo rosalega mikið,“ segir Ásta sem lítur framtíðina björtum augum. „Ég er núna að leita að vinnu og hlakka til að fara að vinna sem bókari. Þetta er starf sem ég hef haft áhuga á frá því að ég var krakki. Mér hefur gengið vel í þessu námi og ég hlakka til framtíðarinnar. Vonandi fæ ég vinnu sem fyrst,“ segir Ásta að lokum.
Tengdar fréttir Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnavímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. 9. maí 2015 19:00