Íslensk börn reykja og drekka miklu minna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 10:41 Börnum sem segjast reykja eina sígarettu á dag eða fleiri hefur fækkað til stórra muna á síðust árum. Vísir/GVA Svo virðist sem íslensk börn verji mun meiri tíma með foreldrum sínum nú en þau gerðu fyrir áratug. Þá er neysla þeirra á vímuefnum mun minni. Þetta gefa Félagsvísar til kynna en þeir hafa verið birtir á vefsíðu Velferðarráðuneytisins. Könnunin nær til barna á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Árið 2014 sögðust 63% barna á fyrrnefndum aldri verja tíma sínum oft eða nær alltaf með foreldrum sínum um helgar samanborið við tæplega 37% barna árið 2006. Sama þróun sést þar sem spurt var um tengsl við foreldra utan skóla, virka daga. Árið 2014 sagðist helmingur barna vera oft eða nær alltaf í tengslum við foreldra sína utan skóla á virkum dögum samanborið við tæp 33% árið 2006. Margt fleira áhugavert um lífsvenjur barna má lesa út úr könnuninni. Til dæmis stundaði mun hærra hlutfall barna íþróttir reglulega árið 2014 (39%) en gerði það árið 2006 (31,8%).Minni hassneysla Börnum sem segjast reykja eina sígarettu á dag eða fleiri hefur fækkað til stórra muna á síðust árum. Árið 2006 sögðust 12 prósent fimmtán ára barna reykja eina eða fleiri sígarettur á dag en þetta hlutfall var komið niður í 2,5% árið 2015. Ölvun meðal barna er einnig orðin mun fátíðari en áður. Árið 2006 sögðust 26% fimmtán ára barna hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga en árið 2015 var hlutfallið komið niður í 4,6%. Þegar spurt var um hassneyslu sögðust 9% fimmtán ára barna hafa notað hass einu sinni eða oftar um ævina þegar um það var spurt árið 2006, á móti 3,3% barna á sama aldri árið 2015. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svo virðist sem íslensk börn verji mun meiri tíma með foreldrum sínum nú en þau gerðu fyrir áratug. Þá er neysla þeirra á vímuefnum mun minni. Þetta gefa Félagsvísar til kynna en þeir hafa verið birtir á vefsíðu Velferðarráðuneytisins. Könnunin nær til barna á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Árið 2014 sögðust 63% barna á fyrrnefndum aldri verja tíma sínum oft eða nær alltaf með foreldrum sínum um helgar samanborið við tæplega 37% barna árið 2006. Sama þróun sést þar sem spurt var um tengsl við foreldra utan skóla, virka daga. Árið 2014 sagðist helmingur barna vera oft eða nær alltaf í tengslum við foreldra sína utan skóla á virkum dögum samanborið við tæp 33% árið 2006. Margt fleira áhugavert um lífsvenjur barna má lesa út úr könnuninni. Til dæmis stundaði mun hærra hlutfall barna íþróttir reglulega árið 2014 (39%) en gerði það árið 2006 (31,8%).Minni hassneysla Börnum sem segjast reykja eina sígarettu á dag eða fleiri hefur fækkað til stórra muna á síðust árum. Árið 2006 sögðust 12 prósent fimmtán ára barna reykja eina eða fleiri sígarettur á dag en þetta hlutfall var komið niður í 2,5% árið 2015. Ölvun meðal barna er einnig orðin mun fátíðari en áður. Árið 2006 sögðust 26% fimmtán ára barna hafa orðið ölvuð síðustu 30 daga en árið 2015 var hlutfallið komið niður í 4,6%. Þegar spurt var um hassneyslu sögðust 9% fimmtán ára barna hafa notað hass einu sinni eða oftar um ævina þegar um það var spurt árið 2006, á móti 3,3% barna á sama aldri árið 2015.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira