Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 13:31 Íslendingurinn var ítrekað á sama stað og Angelo sem keyrði bílinn með fíkniefnunum. vísir Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu, á leið hans frá Seyðisfirði til Keflavíkur. Angelo flutti fíkniefnin hingað til lands og á milli landshluta en efnin voru falin í bíl af gerðinni Volkswagen Touran. Íslendingurinn bar vitni fyrir dómi í gær en aðalmeðferð ákæruvaldsins gegn honum og þremur mönnum, öðrum Íslendingi og tveimur Hollendingum, hófst þá í Héraðsdómi Reykjaness. Saksóknari í málinu byrjaði á að spyrja hann út í ferðir hans dagana 21.-24. september en Angelo kom til Seyðisfjarðar með Norrænu þann 22. september og fór af landi brott tveimur dögum síðar.Sjá einnig: Angelo breytti framburði sínum fyrir dómiVar á bílastæðinu við Litlu kaffistofuna í tvo klukkutíma Maðurinn viðurkenndi að hafa verið á Seyðisfirði þegar Angelo kom þangað. Hann kvaðst hafa farið austur í frí með konu sinni og þau höfðu verið á Seyðisfirði til að skoða sig um áður en þau fóru aftur í bæinn þar sem þau eiga minningar þaðan. Íslendingurinn var síðan á bílastæði við Litlu kaffistofuna að eigin sögn í um tvo klukkutíma en bíllinn með fíkniefnunum var þá einnig þar. Saksóknari spurði manninn hvers vegna hann hafi stoppað svona lengi á bílastæðinu.Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð.Vísir„Ég var bara að senda pósta, það er engin ástæða,“ sagði hann. Daginn eftir, þann 24. september, var maðurinn svo á Keflavíkurflugvelli þegar Angelo var að fara úr landi. Hann hafði þá lagt bílnum með fíkniefnunum í á skammtímastæði á flugvellinum. Íslendingurinn var beðinn um að útskýra af hverju hann hefði farið til Keflavíkur. Hann kvaðst hafa farið þangað til að hitta forritara vegna bókunarsíðu fyrir bílaleigur sem hann og hinn Íslendingurinn eiga. Þeir hafi svo farið á flugvöllinn til að kynna sér bílaleigurnar sem þar starfa. Sjá einnig: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupaFerðast ekki jafn mikið núna og þá Saksóknari spurði hann svo hvernig á því gæti staðið að hann hefði ítrekað verið á sama stað og Angelo og þar með bíllinn með fíkniefnunum. „Hvað varðar mig þá er þetta hrein og klár tilviljun,“ svaraði hann og bætti við að eftir hann losnaði úr gæsluvarðhaldi hefði hann séð aðra sakborninga í málinu reglulega. Hann var þá spurður hvort hann sæi þá líka á milli landshluta.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun.Vísir/Ernir„Ég ferðast nú ekki mikið núna, finnst það ekki þægilegt,“ sagði hann þá. Daginn sem Angelo kom svo aftur til landsins var Íslendingurinn aftur kominn á Keflavíkurflugvöll. Aftur kvaðst hann hafa verið í sömu erindagjörðum; að skoða bílaleiguaðstöðuna auk þess sem systir hans var að koma til landsins þennan dag. Hann hélt síðan til Reykjavíkur en kom við í Vogum á Vatnsleysuströnd til að stoppa hjá ömmu og afa en Angelo hélt að bænum Stóra Knarrarnesi, einmitt í Vogum, þar sem hann var handtekinn ásamt hinum Hollendingnum.„Fullkomlega eðlilegt“ að eiga í dulkóðuðum samskiptum Íslendingurinn var svo handtekinn skammt frá skömmu síðar með tvær milljónir króna í reiðufé og farsíma sem hægt var að eiga í dulkóðuðum samskiptum með. Saksóknari bað manninn að útskýra fyrir dómnum hvernig síma hann hefði verið með. „Ég veit það ekki. Bara einhver Blackberry-sími sem ég stend í að selja, eða sams konar sími,“ sagði hann. Fram kom þá í máli saksóknara að síminn hefði ekki verið með hljóðnema og hefði innihaldið forritið Secure Chat. Hann bað Íslendinginn að útskýra hvers vegna það hefði verið. „Þetta eru mjög dýrir símar og búnir þessu forriti, en þú getur líka náð í það á Google Play. Ég sel mikið af þessum símum og þeir eru mjög dýrir og ég á viðskiptum við búð í Hollandi með þá, Spy City.“ „Í hvað notar maður svona síma?“ spurði saksóknari þá. „Í hvað notar þú símann þinn? Bara það sem maður notar síma í,“ sagði maðurinn. „Ekki til að fela neitt?“ spurði saksóknari. „Nei, það er bara eðlilegt að vilja hafa sitt „privacy“ í nútímaheimi. Fullkomlega eðlilegt.“Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjaness.vísir/valliTæpar 1,5 milljónir í bílaleigubíla á fjórum mánuðum Maðurinn var síðan spurður út í há útgjöld í tengslum við bílaleigubíla en samkvæmt gögnum málsins eyddi maðurinn 1,4 milljónum króna í bílaleigubíla á fjórum mánuðum. Þá var hann á tímabili með tvo bíla á leigu samtímis. Íslendingurinn sagði það henta sér betur að nota bílaleigubíla en að eiga bíl. Aðspurður sagði hann fjárhagsstöðu sína vera ágæta en sagði að eftir handtökuna og farbannið væru hendur hans þó smá bundnar. Saksóknari spurði hann þá nánar út í fjárhagsstöðuna og hvort það væri ekki rétt að á tímabili hefði litið út fyrir að hann yrði gjaldþrota. Maðurinn kannaðist við það en útskýrði síðan að hann hefði verið að skoða það með lögfræðingi sínum hvernig hann hefði getað komið símasölunni í rétt horf þar sem hann hafði svartar tekjur af því.iKortin til að eiga í viðskiptum með símana Heima hjá manninum fundust síðan 25 iKort sem eru alþjóðleg inneignarkort. Hann kvaðst nota þau til að eiga í viðskiptum með símana við Spy City í Hollandi. Hinn Íslendingurinn sem ákærður er í málinu lagði peninga inn á kortin og var meðal annars tekið út af þeim í Amsterdam af starfsmönnum Spy City að sögn Íslendingsins. Saksóknari spurði hann hvort hann kynni skýringar á því að hvers vegna einn af þeim sem tók út pening huldi andlit sitt. Maðurinn kvaðst ekki vita það. Þá var hann spurður út í milljónirnar tvær sem hann var handtekinn með í Vogum. Hann sagði um að ræða peninga sem hann hefði tekið út vegna símaviðskiptanna. Tengdar fréttir Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu, á leið hans frá Seyðisfirði til Keflavíkur. Angelo flutti fíkniefnin hingað til lands og á milli landshluta en efnin voru falin í bíl af gerðinni Volkswagen Touran. Íslendingurinn bar vitni fyrir dómi í gær en aðalmeðferð ákæruvaldsins gegn honum og þremur mönnum, öðrum Íslendingi og tveimur Hollendingum, hófst þá í Héraðsdómi Reykjaness. Saksóknari í málinu byrjaði á að spyrja hann út í ferðir hans dagana 21.-24. september en Angelo kom til Seyðisfjarðar með Norrænu þann 22. september og fór af landi brott tveimur dögum síðar.Sjá einnig: Angelo breytti framburði sínum fyrir dómiVar á bílastæðinu við Litlu kaffistofuna í tvo klukkutíma Maðurinn viðurkenndi að hafa verið á Seyðisfirði þegar Angelo kom þangað. Hann kvaðst hafa farið austur í frí með konu sinni og þau höfðu verið á Seyðisfirði til að skoða sig um áður en þau fóru aftur í bæinn þar sem þau eiga minningar þaðan. Íslendingurinn var síðan á bílastæði við Litlu kaffistofuna að eigin sögn í um tvo klukkutíma en bíllinn með fíkniefnunum var þá einnig þar. Saksóknari spurði manninn hvers vegna hann hafi stoppað svona lengi á bílastæðinu.Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð.Vísir„Ég var bara að senda pósta, það er engin ástæða,“ sagði hann. Daginn eftir, þann 24. september, var maðurinn svo á Keflavíkurflugvelli þegar Angelo var að fara úr landi. Hann hafði þá lagt bílnum með fíkniefnunum í á skammtímastæði á flugvellinum. Íslendingurinn var beðinn um að útskýra af hverju hann hefði farið til Keflavíkur. Hann kvaðst hafa farið þangað til að hitta forritara vegna bókunarsíðu fyrir bílaleigur sem hann og hinn Íslendingurinn eiga. Þeir hafi svo farið á flugvöllinn til að kynna sér bílaleigurnar sem þar starfa. Sjá einnig: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupaFerðast ekki jafn mikið núna og þá Saksóknari spurði hann svo hvernig á því gæti staðið að hann hefði ítrekað verið á sama stað og Angelo og þar með bíllinn með fíkniefnunum. „Hvað varðar mig þá er þetta hrein og klár tilviljun,“ svaraði hann og bætti við að eftir hann losnaði úr gæsluvarðhaldi hefði hann séð aðra sakborninga í málinu reglulega. Hann var þá spurður hvort hann sæi þá líka á milli landshluta.Angelo í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun.Vísir/Ernir„Ég ferðast nú ekki mikið núna, finnst það ekki þægilegt,“ sagði hann þá. Daginn sem Angelo kom svo aftur til landsins var Íslendingurinn aftur kominn á Keflavíkurflugvöll. Aftur kvaðst hann hafa verið í sömu erindagjörðum; að skoða bílaleiguaðstöðuna auk þess sem systir hans var að koma til landsins þennan dag. Hann hélt síðan til Reykjavíkur en kom við í Vogum á Vatnsleysuströnd til að stoppa hjá ömmu og afa en Angelo hélt að bænum Stóra Knarrarnesi, einmitt í Vogum, þar sem hann var handtekinn ásamt hinum Hollendingnum.„Fullkomlega eðlilegt“ að eiga í dulkóðuðum samskiptum Íslendingurinn var svo handtekinn skammt frá skömmu síðar með tvær milljónir króna í reiðufé og farsíma sem hægt var að eiga í dulkóðuðum samskiptum með. Saksóknari bað manninn að útskýra fyrir dómnum hvernig síma hann hefði verið með. „Ég veit það ekki. Bara einhver Blackberry-sími sem ég stend í að selja, eða sams konar sími,“ sagði hann. Fram kom þá í máli saksóknara að síminn hefði ekki verið með hljóðnema og hefði innihaldið forritið Secure Chat. Hann bað Íslendinginn að útskýra hvers vegna það hefði verið. „Þetta eru mjög dýrir símar og búnir þessu forriti, en þú getur líka náð í það á Google Play. Ég sel mikið af þessum símum og þeir eru mjög dýrir og ég á viðskiptum við búð í Hollandi með þá, Spy City.“ „Í hvað notar maður svona síma?“ spurði saksóknari þá. „Í hvað notar þú símann þinn? Bara það sem maður notar síma í,“ sagði maðurinn. „Ekki til að fela neitt?“ spurði saksóknari. „Nei, það er bara eðlilegt að vilja hafa sitt „privacy“ í nútímaheimi. Fullkomlega eðlilegt.“Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjaness.vísir/valliTæpar 1,5 milljónir í bílaleigubíla á fjórum mánuðum Maðurinn var síðan spurður út í há útgjöld í tengslum við bílaleigubíla en samkvæmt gögnum málsins eyddi maðurinn 1,4 milljónum króna í bílaleigubíla á fjórum mánuðum. Þá var hann á tímabili með tvo bíla á leigu samtímis. Íslendingurinn sagði það henta sér betur að nota bílaleigubíla en að eiga bíl. Aðspurður sagði hann fjárhagsstöðu sína vera ágæta en sagði að eftir handtökuna og farbannið væru hendur hans þó smá bundnar. Saksóknari spurði hann þá nánar út í fjárhagsstöðuna og hvort það væri ekki rétt að á tímabili hefði litið út fyrir að hann yrði gjaldþrota. Maðurinn kannaðist við það en útskýrði síðan að hann hefði verið að skoða það með lögfræðingi sínum hvernig hann hefði getað komið símasölunni í rétt horf þar sem hann hafði svartar tekjur af því.iKortin til að eiga í viðskiptum með símana Heima hjá manninum fundust síðan 25 iKort sem eru alþjóðleg inneignarkort. Hann kvaðst nota þau til að eiga í viðskiptum með símana við Spy City í Hollandi. Hinn Íslendingurinn sem ákærður er í málinu lagði peninga inn á kortin og var meðal annars tekið út af þeim í Amsterdam af starfsmönnum Spy City að sögn Íslendingsins. Saksóknari spurði hann hvort hann kynni skýringar á því að hvers vegna einn af þeim sem tók út pening huldi andlit sitt. Maðurinn kvaðst ekki vita það. Þá var hann spurður út í milljónirnar tvær sem hann var handtekinn með í Vogum. Hann sagði um að ræða peninga sem hann hefði tekið út vegna símaviðskiptanna.
Tengdar fréttir Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48
Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53