Innlent

Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Hótel Adam er á Skólavörðustíg við hliðina á Krambúðinni.
Hótel Adam er á Skólavörðustíg við hliðina á Krambúðinni. Vísir/Anton Brink
Kranavatnið á Hótel Adam við Skólavörðustíg stóðst skoðun matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. 

Kranavatnið á hótelinu komst í fréttirnar í vikunni þegar í ljós kom að gestum þess hafði verið ráðlagt frá því að drekka kranavatnið. Í kjölfarið fóru starfsmenn matvælaeftirlitsins á vettvang og tóku sýni til rannsóknar og leiddi það í ljós að kranavatnið stóðst neysluvatnsreglugerðina og því óhætt að drekka.

Óskar Ísfeld Sigurðsson, hjá matvælaeftirlitinu, segir að einnig hefði verið skoðað vatnið sem hótelið hafði sett í flöskur og bauð gestum sínum að kaupa á fjögur hundruð krónur vegna þess að ekki átti að vera óhætta að neyta kranavatnsins.

Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að það sé óhætt að neyta vatnsins sem selt er í flöskunum. Óskar segir starfsmenn matvælaeftirlitsins eiga eftir að setjast niður á fund með hótelstjóra Hótels Adams, Ragnari Guðmundssyni, og ræða frekar við hann. ​

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×