Fótbolti

Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Noregs.
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Noregs. mynd/skjáskot
Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir eins árs samning við norska stórliðið Molde í morgun og æfði eftir það með sínum nýju liðsfélögum. Þessi markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilaði síðast í kína en tímabilinu þar lauk í nóvember.

„Ég hef ekki spilað mótsleik síðan í nóvember. Nú fæ ég mánuð til að undirbúa mig fyrir fyrsta leik sem er tími sem ég get nýtt mér,“ segir Eiður Smári í viðtali við VG.no, en Molde mætir Aron Sigurðarsyni og félögum í Tromsö í fyrsta leik.

Eiður hefur marga fjöruna sopið á löngum og glæstum ferli en Molde er 14. atvinnumannaliðið sem hann spilar fyrir. Hvað vill hann afreka í Noregi?

„Metnaður minn er að stuðningsmennirnir tali vel um mig þegar ég fer og þeir hafi notið þess að hafa mig. Vonandi getum við líka unnið titla saman. Fótboltinn snýst um það,“ segir Eiður, en hvernig leikmanni mega stuðningsmenn Molde búast við?

„Þeir munu sjá reynslumikinn leikmann sem gefur allt sem hann á. Þeir munu líka sjá mann sem nýtur þess að spila fótbolta og átta sig á að fótboltin varir ekki að eilífu. Ég ætla því að njóta þessara stunda sem ég á eftir,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.

Myndband af fyrstu æfingu Eiðs Smára og viðtal við kappann má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×