Kúrdar sviptir þinghelgi í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. maí 2016 07:00 Hiti var í þingmönnum á tyrkneska þjóðþinginu í gær þegar gengið var til atkvæða um umdeilt lagafrumvarp. Vísir/EPA „Þjóðin mín vill ekki sjá afbrotamenn á þingi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stuttu áður en þingið samþykkti að svipta suma þingmenn þinghelgi. Alls greiddu 376 af 500 þingmönnum atkvæði með tillögu þess efnis. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, einkum Kúrdar, eiga nú á hættu málshöfðun og jafnvel fangelsun fyrir að hafa stutt réttindabaráttu Kúrda. Alls eru það 138 þingmenn, sem nú verða sviptir þinghelgi. Þeir eiga allir yfir höfði sér dómsrannsókn. Flestir eru þeir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna. Þar af er 51 úr CHP, flokki sósíaldemókrata, 50 úr HDP, flokki Kúrda, og einn er utan flokka. Hins vegar eru 27 þeirra úr stjórnarflokknum AKP og níu úr þjóðernisflokknum MHP, sem hefur ásamt stjórnarflokknum lagt mikla áherslu á þessa lagabreytingu. „Þetta er árás á okkur,“ hefur fréttastöðin Al Jazeera eftir einum þingmanna Kúrdaflokksins HDP, Meral Bestas. Flokkurinn komst í fyrsta sinn inn á þing í tveimur kosningum á síðasta ári, fyrst í júní og svo aftur í nóvember. Kúrdar höfðu áður setið á þjóðþinginu sem óháðir þingmenn, en buðu í fyrsta sinn fram undir merkjum flokks síns á síðasta ári. Seta þeirra á þingi kemur hins vegar í veg fyrir að flokkur Erdogans forseta hafi nægan meirihluta til að geta komið í gegn stjórnarskrárbreytingum til að styrkja völd forsetans, sem Erdogan hefur ákaft reynt að koma í gegnum þingið. Meðan þetta gerist er Evrópusambandið að taka ákvörðun um hvort veita eigi Tyrkjum heimild til að ferðast til aðildarríkja sambandsins án vegabréfsáritunar. Vegabréfafrelsi Tyrkja í Evrópusambandsríkjum er partur af samkomulagi ESB við tyrknesk stjórnvöld, sem gert var nýverið. Tyrkir hafa lofað að taka í staðinn við flóttafólki, sem farið hefur ólöglega í gegnum Tyrkland yfir til Grikklands og þaðan áfram til Evrópu. Auk þess að veita Tyrkjum vegabréfafrelsi hefur ESB greitt Tyrkjum þrjá milljarða evra, og hyggst greiða þrjá milljarða til viðbótar standi Tyrkir við sinn hluta samkomulagsins. Samtals eru þetta sex milljarðar evra eða nærri 850 milljarðar króna. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Þjóðin mín vill ekki sjá afbrotamenn á þingi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stuttu áður en þingið samþykkti að svipta suma þingmenn þinghelgi. Alls greiddu 376 af 500 þingmönnum atkvæði með tillögu þess efnis. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, einkum Kúrdar, eiga nú á hættu málshöfðun og jafnvel fangelsun fyrir að hafa stutt réttindabaráttu Kúrda. Alls eru það 138 þingmenn, sem nú verða sviptir þinghelgi. Þeir eiga allir yfir höfði sér dómsrannsókn. Flestir eru þeir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna. Þar af er 51 úr CHP, flokki sósíaldemókrata, 50 úr HDP, flokki Kúrda, og einn er utan flokka. Hins vegar eru 27 þeirra úr stjórnarflokknum AKP og níu úr þjóðernisflokknum MHP, sem hefur ásamt stjórnarflokknum lagt mikla áherslu á þessa lagabreytingu. „Þetta er árás á okkur,“ hefur fréttastöðin Al Jazeera eftir einum þingmanna Kúrdaflokksins HDP, Meral Bestas. Flokkurinn komst í fyrsta sinn inn á þing í tveimur kosningum á síðasta ári, fyrst í júní og svo aftur í nóvember. Kúrdar höfðu áður setið á þjóðþinginu sem óháðir þingmenn, en buðu í fyrsta sinn fram undir merkjum flokks síns á síðasta ári. Seta þeirra á þingi kemur hins vegar í veg fyrir að flokkur Erdogans forseta hafi nægan meirihluta til að geta komið í gegn stjórnarskrárbreytingum til að styrkja völd forsetans, sem Erdogan hefur ákaft reynt að koma í gegnum þingið. Meðan þetta gerist er Evrópusambandið að taka ákvörðun um hvort veita eigi Tyrkjum heimild til að ferðast til aðildarríkja sambandsins án vegabréfsáritunar. Vegabréfafrelsi Tyrkja í Evrópusambandsríkjum er partur af samkomulagi ESB við tyrknesk stjórnvöld, sem gert var nýverið. Tyrkir hafa lofað að taka í staðinn við flóttafólki, sem farið hefur ólöglega í gegnum Tyrkland yfir til Grikklands og þaðan áfram til Evrópu. Auk þess að veita Tyrkjum vegabréfafrelsi hefur ESB greitt Tyrkjum þrjá milljarða evra, og hyggst greiða þrjá milljarða til viðbótar standi Tyrkir við sinn hluta samkomulagsins. Samtals eru þetta sex milljarðar evra eða nærri 850 milljarðar króna. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent